Börn sækist í bækur á ensku Bjarki Sigurðsson og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 16. nóvember 2025 21:22 Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, segir að áhugi barna á lestri hafi alls ekki dvínað. Vísir/Bjarni Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við. Þetta er í þrítugasta sinn sem verðlaunin eru afhent og í þetta sinn hlaut þau Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla. Í rökstuðningi segir að Dröfn hafi á undanförnu árum vakið athygli fyrir öflugt starf á bókasafninu, en ekki síður fyrir að vera öflugur málsvari lesandi barna á landinu öllu. Hún tali opinberlega fyrir mikilvægi þess að efla útgáfu barnabóka. „Þetta er auðvitað ákaflega mikill heiður að fá þessi verðlaun. Mér finnst líka svo gott að finna að þau málefni sem ég hef brunnið fyrir séu komin í deigluna,“ segir Dröfn. „Mér finnst til dæmis áhugi barna á lestri alls ekki hafa dvínað. Þau eru mjög áhugasöm um lestur, en þau biðja mig um bækur sem við eigum ekki til á íslensku. Ef við sjáum þeim ekki fyrir þeim bókum, þá lesa þau þær bækur á ensku.“ Þá hlutu Samtökin '78 sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Samtökin hafa meðal annars staðið fyrir Hýryrðasamkeppni þar sem almenningur er hvattur til að taka þátt í að búa til ný orð sem vantar í íslenska tungu. Formaður Samtakanna segist þykja gríðarlega vænt um viðurkenninguna. Orðin eru fjölmörg sem Samtökin hafa komið að því að smíða, en hvert er hennar uppáhald? Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna '78.Vísir/Bjarni „Ég held að það verði að vera gleðiganga. Ég skoðaði þetta aðeins fyrir daginn í dag, við vorum að fara yfir öll þessi frábæru orð sem hafa komið til dæmis úr hýryrðakeppninni sem við höfum haldið undanfarin ár, frábær orð, kvár, stálp og önnur slík,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. „En gleðiganga, það orð, það hefur þessa djúpu merkingu fyrir okkur. Það er engin önnur pride ganga í heiminum sem á sér orð eins og þetta. Það nær einhvern veginn utan um hvernig íslenskt samfélag lítur á hinsegin samfélagið, og hvernig við viljum öll vera saman í þessu, þetta er algjörlega einstakt orð.“ Íslensk tunga Börn og uppeldi Bókmenntir Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Sjá meira
Þetta er í þrítugasta sinn sem verðlaunin eru afhent og í þetta sinn hlaut þau Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla. Í rökstuðningi segir að Dröfn hafi á undanförnu árum vakið athygli fyrir öflugt starf á bókasafninu, en ekki síður fyrir að vera öflugur málsvari lesandi barna á landinu öllu. Hún tali opinberlega fyrir mikilvægi þess að efla útgáfu barnabóka. „Þetta er auðvitað ákaflega mikill heiður að fá þessi verðlaun. Mér finnst líka svo gott að finna að þau málefni sem ég hef brunnið fyrir séu komin í deigluna,“ segir Dröfn. „Mér finnst til dæmis áhugi barna á lestri alls ekki hafa dvínað. Þau eru mjög áhugasöm um lestur, en þau biðja mig um bækur sem við eigum ekki til á íslensku. Ef við sjáum þeim ekki fyrir þeim bókum, þá lesa þau þær bækur á ensku.“ Þá hlutu Samtökin '78 sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Samtökin hafa meðal annars staðið fyrir Hýryrðasamkeppni þar sem almenningur er hvattur til að taka þátt í að búa til ný orð sem vantar í íslenska tungu. Formaður Samtakanna segist þykja gríðarlega vænt um viðurkenninguna. Orðin eru fjölmörg sem Samtökin hafa komið að því að smíða, en hvert er hennar uppáhald? Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna '78.Vísir/Bjarni „Ég held að það verði að vera gleðiganga. Ég skoðaði þetta aðeins fyrir daginn í dag, við vorum að fara yfir öll þessi frábæru orð sem hafa komið til dæmis úr hýryrðakeppninni sem við höfum haldið undanfarin ár, frábær orð, kvár, stálp og önnur slík,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. „En gleðiganga, það orð, það hefur þessa djúpu merkingu fyrir okkur. Það er engin önnur pride ganga í heiminum sem á sér orð eins og þetta. Það nær einhvern veginn utan um hvernig íslenskt samfélag lítur á hinsegin samfélagið, og hvernig við viljum öll vera saman í þessu, þetta er algjörlega einstakt orð.“
Íslensk tunga Börn og uppeldi Bókmenntir Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Sjá meira