„Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 14. nóvember 2025 13:32 Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar