Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2025 09:02 Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar