„Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 12. nóvember 2025 19:46 Starfsmaður Stuðla er grunaður um líkamsárás gegn skjólstæðingi. Meðferðarheimilið er í Fossaleyni í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Stuðla er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Lögmaður drengsins segir hann hafa óttast um líf sitt. Greint var frá því fyrr í dag að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa í lok júní ráðist á fjórtán ára barn sem var skjólstæðingur á heimilinu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við Vísi að meinta málið væri til rannsóknar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Lögmaður drengsins segir að starfsmaðurinn hafi beitt hann nokkuð grófu ofbeldi. „Hann meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt, hann lýsti því í skýrslutöku. Hann hafði áhyggjur af því að hann næði ekki andanum,“ sagði Helga Vala Helgadóttir lögmaður í kvöldfréttum Sýnar. Hún sagði að lögreglurannsóknin stæði enn yfir og lýsti áhyggjum af ástandinu inni á Stuðlum. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. „Staðan þarna inni á Stuðlum er auðvitað mjög vond. Það flæðir þarna allt í fíkniefnum. Það er hægt að smygla inn börnum í annarlegu ástandi og fela þau dagspart án þess að starfsfólk taki eftir því,“ sagði Helga Vala. „Þessi drengur kom í miklu verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann kom þangað inn.“ Málefni Stuðla Meðferðarheimili Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. 11. nóvember 2025 20:00 Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. 10. nóvember 2025 20:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa í lok júní ráðist á fjórtán ára barn sem var skjólstæðingur á heimilinu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við Vísi að meinta málið væri til rannsóknar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Lögmaður drengsins segir að starfsmaðurinn hafi beitt hann nokkuð grófu ofbeldi. „Hann meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt, hann lýsti því í skýrslutöku. Hann hafði áhyggjur af því að hann næði ekki andanum,“ sagði Helga Vala Helgadóttir lögmaður í kvöldfréttum Sýnar. Hún sagði að lögreglurannsóknin stæði enn yfir og lýsti áhyggjum af ástandinu inni á Stuðlum. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. „Staðan þarna inni á Stuðlum er auðvitað mjög vond. Það flæðir þarna allt í fíkniefnum. Það er hægt að smygla inn börnum í annarlegu ástandi og fela þau dagspart án þess að starfsfólk taki eftir því,“ sagði Helga Vala. „Þessi drengur kom í miklu verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann kom þangað inn.“
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. 11. nóvember 2025 20:00 Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. 10. nóvember 2025 20:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. 11. nóvember 2025 20:00
Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. 10. nóvember 2025 20:15