Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar 8. nóvember 2025 13:31 Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar