„Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. nóvember 2025 09:17 Gugga ræddi við nokkra vel gíraða djammara á hrekkjavökunni. Djammþættirnir Gugga fer á djammið hefja göngu sína á Vísi í dag. Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kíkir þar á samkvæmislífið, tekur púlsinn á íslenskum djömmurum og spyr þá spjörunum úr. Gugga fer á djammið munu birtast aðra hverja viku á Vísi og geta áhorfendur skyggnst þar inn í djammið helgina áður. Gugga mun þó ekki svíkjast undan þegar eitthvað sérstaklega spennandi er um að vera og eiga áhorfendur þá von á aukaþáttum, til að mynda um helgina þegar Airwaves fer fram. Valli fundinn, skammarganga jólasveins og drekamóðir Gugga kíkti á djammið síðustu helgi á sjálfri hrekkjavökunni klædd sem Poison Ivy, rauðhærði óvinur Leðurblökumannsins sem tælir menn með sjarma sínum, vopnuð hljóðnema. Afrakstur þess er fyrsti þáttur seríunnar sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Ýmsum skrautlegum karakterum bregður fyrir í þættinum: hásum Valla, jólasveini sem tekur reglulega skammargönguna (e. walk of shame) í búningi og stúlku sem var handviss um í hvaða búning fólk mætti ekki fara. Guggan er mætt. Blaðamaður heyrði jafnframt hljóðið í Guggu til að spyrja hana út í þessa nýju þætti og djammveturinn framundan. Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Stemmingu og innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar,“ segir Gugga. Gugga hringdi í ungstirnið Maron Birni á leið niður í bæ. Símtalið reyndist skrautlegt og því aðeins brot af því í þættinum. Vill prófa „alls konar með alls konar fólki“ „Það eru flestir til í það sem mér finnst geggjað,“ segir Guðrún innt eftir því hvernig hinn íslenski djammari tekur því að fá hljóðnema í grillið. Lilo og Stitch tekin tali. „Ég reyni að sýna fólki virðingu sem vill ekki vera með en flestir eru mega-til í það. Og ef einhver vill láta taka eitthvað út þá er ég alltaf til í það,“ bætir hún við. Hvaða staði á að kíkja á? „Ég vil helst prófa alla staðina, það verða alls ekki neinir „favourites“ heldur vil ég prófa alls konar með alls konar fólki,“ segir Gugga. Íslenska djammið hefur upp á margt að bjóða og mun Gugga sýna lesendum og áhorfendum Vísis það næstu misserin. Veist þú um skemmtilegan viðburð eða partý sem Gugga vill ekki missa af. Sendu okkur línu á nannasig@syn.is og það er aldrei að vita nema Gugga kíki við. Samkvæmislífið Hrekkjavaka Reykjavík Gugga fer á djammið Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gugga fer á djammið munu birtast aðra hverja viku á Vísi og geta áhorfendur skyggnst þar inn í djammið helgina áður. Gugga mun þó ekki svíkjast undan þegar eitthvað sérstaklega spennandi er um að vera og eiga áhorfendur þá von á aukaþáttum, til að mynda um helgina þegar Airwaves fer fram. Valli fundinn, skammarganga jólasveins og drekamóðir Gugga kíkti á djammið síðustu helgi á sjálfri hrekkjavökunni klædd sem Poison Ivy, rauðhærði óvinur Leðurblökumannsins sem tælir menn með sjarma sínum, vopnuð hljóðnema. Afrakstur þess er fyrsti þáttur seríunnar sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Ýmsum skrautlegum karakterum bregður fyrir í þættinum: hásum Valla, jólasveini sem tekur reglulega skammargönguna (e. walk of shame) í búningi og stúlku sem var handviss um í hvaða búning fólk mætti ekki fara. Guggan er mætt. Blaðamaður heyrði jafnframt hljóðið í Guggu til að spyrja hana út í þessa nýju þætti og djammveturinn framundan. Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Stemmingu og innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar,“ segir Gugga. Gugga hringdi í ungstirnið Maron Birni á leið niður í bæ. Símtalið reyndist skrautlegt og því aðeins brot af því í þættinum. Vill prófa „alls konar með alls konar fólki“ „Það eru flestir til í það sem mér finnst geggjað,“ segir Guðrún innt eftir því hvernig hinn íslenski djammari tekur því að fá hljóðnema í grillið. Lilo og Stitch tekin tali. „Ég reyni að sýna fólki virðingu sem vill ekki vera með en flestir eru mega-til í það. Og ef einhver vill láta taka eitthvað út þá er ég alltaf til í það,“ bætir hún við. Hvaða staði á að kíkja á? „Ég vil helst prófa alla staðina, það verða alls ekki neinir „favourites“ heldur vil ég prófa alls konar með alls konar fólki,“ segir Gugga. Íslenska djammið hefur upp á margt að bjóða og mun Gugga sýna lesendum og áhorfendum Vísis það næstu misserin. Veist þú um skemmtilegan viðburð eða partý sem Gugga vill ekki missa af. Sendu okkur línu á nannasig@syn.is og það er aldrei að vita nema Gugga kíki við.
Veist þú um skemmtilegan viðburð eða partý sem Gugga vill ekki missa af. Sendu okkur línu á nannasig@syn.is og það er aldrei að vita nema Gugga kíki við.
Samkvæmislífið Hrekkjavaka Reykjavík Gugga fer á djammið Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“