Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2025 06:30 Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun