Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2025 23:12 Leikmenn KÍ fögnuðu vel og innilega í kvöld eftir að hafa orðið tvöfaldir meistarar. Skjáskot/@klaksvikaritrottarfelag Leikmenn KÍ frá Klakksvík í Færeyjum tryggðu sér í kvöld bikarmeistaratitilinn og eru þar með tvöfaldir meistarar. Það sem gerir afrek þeirra enn merkara er að þeir töpuðu ekki einum einasta leik í færeyska fótboltanum í ár. KÍ vann Víking 2-0 í bikarúrslitaleiknum í kvöld þar sem Mads Boe Mikkelsen og Páll Klettskarð skoruðu mörkin. Þar með var tímabilið fullkomnað. Liðið hafði nefnilega áður unnið Betri deildina án þess að tapa leik, í 27 umferðum. Liðið hlaut 73 stig eftir að hafa unnið 23 leiki og gert fjögur jafntefli, og endað níu stigum á undan HB Þórshöfn. View this post on Instagram A post shared by KÍ - Klaksvíkar Ítróttarfelag (@klaksvikaritrottarfelag) KÍ komst einnig í gegnum fyrstu tvær umferðirnar í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og tapaði ekki leik í þeim einvígum en í 3. umferðinni kom eina tap liðsins á árinu, gegn hvítrússneska liðinu Neman Grodno í Szeged í Ungverjalandi. KÍ hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli 2-0 en fékk á sig tvö mörk á síðustu tíu mínútunum í Szeged og tapaði í kjölfarið í vítaspyrnukeppni og féll úr leik. Í þessu sigursæla liði KÍ eru að minnsta kosti þrír leikmenn sem spilað hafa með íslenskum liðum. Framherjinn Patrik Johannesen lék með Keflavík og Breiðabliki þar til hann fór til KÍ síðasta vetur, og hann skoraði 11 mörk í færeysku deildinni í ár. Hallur Hansson var hjá KR sumarið 2022 en meiddist svo illa um haustið og fór í kjölfarið til KÍ. René Joensen var svo hjá Grindavík og spilaði með liðinu á árunum 2017-19. Færeyski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
KÍ vann Víking 2-0 í bikarúrslitaleiknum í kvöld þar sem Mads Boe Mikkelsen og Páll Klettskarð skoruðu mörkin. Þar með var tímabilið fullkomnað. Liðið hafði nefnilega áður unnið Betri deildina án þess að tapa leik, í 27 umferðum. Liðið hlaut 73 stig eftir að hafa unnið 23 leiki og gert fjögur jafntefli, og endað níu stigum á undan HB Þórshöfn. View this post on Instagram A post shared by KÍ - Klaksvíkar Ítróttarfelag (@klaksvikaritrottarfelag) KÍ komst einnig í gegnum fyrstu tvær umferðirnar í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og tapaði ekki leik í þeim einvígum en í 3. umferðinni kom eina tap liðsins á árinu, gegn hvítrússneska liðinu Neman Grodno í Szeged í Ungverjalandi. KÍ hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli 2-0 en fékk á sig tvö mörk á síðustu tíu mínútunum í Szeged og tapaði í kjölfarið í vítaspyrnukeppni og féll úr leik. Í þessu sigursæla liði KÍ eru að minnsta kosti þrír leikmenn sem spilað hafa með íslenskum liðum. Framherjinn Patrik Johannesen lék með Keflavík og Breiðabliki þar til hann fór til KÍ síðasta vetur, og hann skoraði 11 mörk í færeysku deildinni í ár. Hallur Hansson var hjá KR sumarið 2022 en meiddist svo illa um haustið og fór í kjölfarið til KÍ. René Joensen var svo hjá Grindavík og spilaði með liðinu á árunum 2017-19.
Færeyski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira