Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 06:31 Völlurinn var tilkomumikill en um leið mjög ógnvekjandi. X Gervigreindin er orðin það öflug og algeng að fólk þarf að efast um það sem það sér á netinu þótt það líti trúanlega út. Gott dæmi um það er meintur nýr knattspyrnuleikvangur sem átt að byggja fyrir HM í fótbolta 2034. Mikið hefur verið rætt um myndband á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýnir fótboltaleikvang á toppi skýjakljúfs, ásamt þeirri fullyrðingu að hann verði byggður sem einn af keppnisstöðum fyrir HM í fótbolta árið 2034 í Sádi-Arabíu. Myndbandið sem fór á flug á netinu átti að sýna áætlanir um milljarða dollara leikvang fyrir 46.000 áhorfendur í hinni framúrstefnulegu nýju borg NEOM. Leikvangurinn átti að vera staðsettur hátt uppi á sérsmíðuðum skýjakljúfi, í 350 metra hæð yfir jörðu. Despite widespread coverage in the news and across social media, The B1M understands that Saudi Arabia’s “Sky Stadium” (left) is in fact an AI-generated fake proposal. The actual “NEOM Stadium” (right) has been officially announced and is proposed to be constructed on top of… pic.twitter.com/DviJ8lfpE6— The B1M (@TheB1M) October 29, 2025 Það er enn óljóst hver bjó til og deildi myndbandinu upphaflega, sem hefur vakið mikla spennu á netinu en einnig nokkrar spurningar: Verður byggingin örugg og burðarþolið traust? Hversu löng verður biðröðin í lyfturnar eftir leik? Var hún viljandi hönnuð til að líkjast svo mikið Auga Saurons? Þetta tölvugerða myndband hefur kannski sannfært suma um að þetta sé framtíðarsýn en sannleikurinn er aftur á móti sá að þetta er hreinn vísindaskáldskapur. Raunveruleikinn er þó samt sem áður magnaður. Raunverulegi leikvangurinn sem fyrirhugað er að byggja á NEOM hefur verið opinberlega skráður sem einn af fimmtán gestgjafaleikvöngum sem verða annaðhvort endurnýjaðir eða byggðir frá grunni fyrir HM 2034. Sádarnir ætla líka að byggja hann í 350 metra hæð yfir jörðu. Það er vegna þess að þeir ætla að hann verði hluti af The Line, fyrirhugaðri snjallri, grænni borg í Neom sem mun á endanum teygja sig í beinni línu yfir 160 kílómetra þvert yfir norðvesturhluta Tabuk-héraðs í Sádi-Arabíu fyrir árið 2045. Þótt leikvangurinn sé tæknilega séð í yfir 300 metra hæð mun hann vera á fjórða og fimmta stigi hinnar þéttu, fimm hæða risabyggingar The Line, og yrði því ekki jafn hættulega berskjaldaður og stakur skýjakljúfur. Can you imagine watching a soccer match 1,000 feet in the air? 😳⚽️ Set more than 350 metres above ground and integrated into the roof of the futuristic city THE LINE in NEOM, the new NEOM Stadium will seat around 46,000 fans and run entirely on renewable energy. Construction… pic.twitter.com/7IcinmKbhm— TSN (@TSN_Sports) October 28, 2025 HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um myndband á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýnir fótboltaleikvang á toppi skýjakljúfs, ásamt þeirri fullyrðingu að hann verði byggður sem einn af keppnisstöðum fyrir HM í fótbolta árið 2034 í Sádi-Arabíu. Myndbandið sem fór á flug á netinu átti að sýna áætlanir um milljarða dollara leikvang fyrir 46.000 áhorfendur í hinni framúrstefnulegu nýju borg NEOM. Leikvangurinn átti að vera staðsettur hátt uppi á sérsmíðuðum skýjakljúfi, í 350 metra hæð yfir jörðu. Despite widespread coverage in the news and across social media, The B1M understands that Saudi Arabia’s “Sky Stadium” (left) is in fact an AI-generated fake proposal. The actual “NEOM Stadium” (right) has been officially announced and is proposed to be constructed on top of… pic.twitter.com/DviJ8lfpE6— The B1M (@TheB1M) October 29, 2025 Það er enn óljóst hver bjó til og deildi myndbandinu upphaflega, sem hefur vakið mikla spennu á netinu en einnig nokkrar spurningar: Verður byggingin örugg og burðarþolið traust? Hversu löng verður biðröðin í lyfturnar eftir leik? Var hún viljandi hönnuð til að líkjast svo mikið Auga Saurons? Þetta tölvugerða myndband hefur kannski sannfært suma um að þetta sé framtíðarsýn en sannleikurinn er aftur á móti sá að þetta er hreinn vísindaskáldskapur. Raunveruleikinn er þó samt sem áður magnaður. Raunverulegi leikvangurinn sem fyrirhugað er að byggja á NEOM hefur verið opinberlega skráður sem einn af fimmtán gestgjafaleikvöngum sem verða annaðhvort endurnýjaðir eða byggðir frá grunni fyrir HM 2034. Sádarnir ætla líka að byggja hann í 350 metra hæð yfir jörðu. Það er vegna þess að þeir ætla að hann verði hluti af The Line, fyrirhugaðri snjallri, grænni borg í Neom sem mun á endanum teygja sig í beinni línu yfir 160 kílómetra þvert yfir norðvesturhluta Tabuk-héraðs í Sádi-Arabíu fyrir árið 2045. Þótt leikvangurinn sé tæknilega séð í yfir 300 metra hæð mun hann vera á fjórða og fimmta stigi hinnar þéttu, fimm hæða risabyggingar The Line, og yrði því ekki jafn hættulega berskjaldaður og stakur skýjakljúfur. Can you imagine watching a soccer match 1,000 feet in the air? 😳⚽️ Set more than 350 metres above ground and integrated into the roof of the futuristic city THE LINE in NEOM, the new NEOM Stadium will seat around 46,000 fans and run entirely on renewable energy. Construction… pic.twitter.com/7IcinmKbhm— TSN (@TSN_Sports) October 28, 2025
HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjá meira