Fótbolti

Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Völlurinn var tilkomumikill en um leið mjög ógnvekjandi.
Völlurinn var tilkomumikill en um leið mjög ógnvekjandi. X

Gervigreindin er orðin það öflug og algeng að fólk þarf að efast um það sem það sér á netinu þótt það líti trúanlega út. Gott dæmi um það er meintur nýr knattspyrnuleikvangur sem átt að byggja fyrir HM í fótbolta 2034.

Mikið hefur verið rætt um myndband á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýnir fótboltaleikvang á toppi skýjakljúfs, ásamt þeirri fullyrðingu að hann verði byggður sem einn af keppnisstöðum fyrir HM í fótbolta árið 2034 í Sádi-Arabíu.

Myndbandið sem fór á flug á netinu átti að sýna áætlanir um milljarða dollara leikvang fyrir 46.000 áhorfendur í hinni framúrstefnulegu nýju borg NEOM. Leikvangurinn átti að vera staðsettur hátt uppi á sérsmíðuðum skýjakljúfi, í 350 metra hæð yfir jörðu.

Það er enn óljóst hver bjó til og deildi myndbandinu upphaflega, sem hefur vakið mikla spennu á netinu en einnig nokkrar spurningar: Verður byggingin örugg og burðarþolið traust? Hversu löng verður biðröðin í lyfturnar eftir leik? Var hún viljandi hönnuð til að líkjast svo mikið Auga Saurons?

Þetta tölvugerða myndband hefur kannski sannfært suma um að þetta sé framtíðarsýn en sannleikurinn er aftur á móti sá að þetta er hreinn vísindaskáldskapur. Raunveruleikinn er þó samt sem áður magnaður.

Raunverulegi leikvangurinn sem fyrirhugað er að byggja á NEOM hefur verið opinberlega skráður sem einn af fimmtán gestgjafaleikvöngum sem verða annaðhvort endurnýjaðir eða byggðir frá grunni fyrir HM 2034.

Sádarnir ætla líka að byggja hann í 350 metra hæð yfir jörðu. Það er vegna þess að þeir ætla að hann verði hluti af The Line, fyrirhugaðri snjallri, grænni borg í Neom sem mun á endanum teygja sig í beinni línu yfir 160 kílómetra þvert yfir norðvesturhluta Tabuk-héraðs í Sádi-Arabíu fyrir árið 2045.

Þótt leikvangurinn sé tæknilega séð í yfir 300 metra hæð mun hann vera á fjórða og fimmta stigi hinnar þéttu, fimm hæða risabyggingar The Line, og yrði því ekki jafn hættulega berskjaldaður og stakur skýjakljúfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×