Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2025 22:08 Spánverjar komust örugglega í úrslit. EPA/Daniel Pérez Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Belgía er þá fallið niður í B-deild. Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS
Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira