Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar 28. október 2025 18:00 Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun