Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Atli Ísleifsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 28. október 2025 13:34 Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðin síðustu klukkutímana. Vísir/Anton Brink Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil óvissa hafi verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár geri ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir fólk sérstaklega eiga að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Þetta geti verið brekkur í fjöllum nálægt höfuðborgarsvæðinu eins og í Úlfarsfelli, Helgafelli eða Móskarðshnúkum. „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ segir hún og að það geti átt við víða. Til dæmis Úlfarsfelli eða Móskarðshnúkum. „Það þurfa ekki að vera há fjöll endilega. Þetta getur alveg verið í lágum fjöllum í kringum borgina.“ Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minnir fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem er fótgangandi, á skíðum eða börn að leik í hlíðum. „Dálítill snjór var fyrir til fjalla á SV-horninu og ekki er vitað hvernig nýi snjórinn binst við þann eldri. Í svona miklu nýsnævi gæti myndast veikleiki innan snjóþekjunnar eða hún loðað illa saman. Í dag og á næstu dögum má gera ráð fyrir hvassri NA-átt á köflum sem gæti myndað vindfleka, aðallega í SV-vísandi hlíðum, og aukið snjóflóðahættu enn frekar. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar vill minna fólk á að hafa snjóflóðahættu í huga í dag og næstu daga. Þetta á við um fólk sem t.d. ferðast í fjalllendi, hvort sem er fótgangandi, á skíðum, eða sleðum, eða börn að leik í bröttum hlíðum,“ segir á síðu snjóflóðavaktar Veðurstofunnar. Veður Snjóflóð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil óvissa hafi verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár geri ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir fólk sérstaklega eiga að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Þetta geti verið brekkur í fjöllum nálægt höfuðborgarsvæðinu eins og í Úlfarsfelli, Helgafelli eða Móskarðshnúkum. „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ segir hún og að það geti átt við víða. Til dæmis Úlfarsfelli eða Móskarðshnúkum. „Það þurfa ekki að vera há fjöll endilega. Þetta getur alveg verið í lágum fjöllum í kringum borgina.“ Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minnir fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem er fótgangandi, á skíðum eða börn að leik í hlíðum. „Dálítill snjór var fyrir til fjalla á SV-horninu og ekki er vitað hvernig nýi snjórinn binst við þann eldri. Í svona miklu nýsnævi gæti myndast veikleiki innan snjóþekjunnar eða hún loðað illa saman. Í dag og á næstu dögum má gera ráð fyrir hvassri NA-átt á köflum sem gæti myndað vindfleka, aðallega í SV-vísandi hlíðum, og aukið snjóflóðahættu enn frekar. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar vill minna fólk á að hafa snjóflóðahættu í huga í dag og næstu daga. Þetta á við um fólk sem t.d. ferðast í fjalllendi, hvort sem er fótgangandi, á skíðum, eða sleðum, eða börn að leik í bröttum hlíðum,“ segir á síðu snjóflóðavaktar Veðurstofunnar.
Veður Snjóflóð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira