Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar 27. október 2025 07:03 Fólk þarf helgidóma. Mörg okkar tengja best við æðri mátt undir berum himni. Sum eiga sinn fjallasal með árniði og sögu liðins tíma eða ilmandi fjöru fyrir opnu hafi. Önnur eiga hálendið að trúnaðarvini. En svo þurfum við líka að eiga staði með öðru fólki. Örugga staði sem marka tímamót lífs og dauða, gleði og sorgar. Hvarvetna á byggðu bóli um allan heim á fólk sín bænahús því að trúarlíf hefur bæði persónulegar og opinberar hliðar. Vonin í hjartanu þarf styrk af öðrum. Nýju lífi þarf að heilsa með virktum. Ástin þarf augu sem sjá og samfagna. Sorgin þarf hjörtu sem samlíða. Þess vegan eru helgidómar út um allt. Fráteknir staðir þar sem aðgangsharka heimsins er fjarri og hlúð er að lífinu. Kristnar kirkjur um allan heim eru eins að því leyti að frá útidyrum liggur gangur upp að einu borði. Úti fyrir er veröldin í sínu ástandi á hverjum tíma en innan veggja er allt á forsendum góðu fréttanna sem tíminn fær ekki breytt. Góðu fréttirnar eru þær að vald heimsins er bara sýndarvald sem bráðum mun missa öll sín tök. Allt vald er hjá góðum Guði, eins og ritað er: „Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“1 Þegar kristið fólk gengur til altaris í kirkju er margt í gangi. Þar sem við stöndum eða krjúpum við hlið ókunnugra fyrir altarinu erum við að játa að við erum bræður og systur komin að borði okkar elskandi foreldris. Þar kennir enginn öðrum. Öll eru jöfn fyrir Guði. Utan veggja er veröldin langþjáð í sínu ranglæti. Sífellt er þar verið að fórna lífi manna og náttúru en í helgidómi kirkjuhússins er önnur saga. Vegna alls sem Jesús gerði er háttum heimsins snúið við; fórnaraltari grimmdarinnar hefur verið umbreytt í veilsuborð, aftökugálginn er orðinn að sigurtákni og skírnarlaugin staðfestir að hér virðum við, elskum og varðveitum líf barna en myrðum þau ekki. Kirkja Jesú býður nýtt líf, nýja möguleika í köldum heimi. Klukkurnar kalla okkur inn til að þiggja gjöf Guðs og hringja okkur svo út til að þjóna veröldinni sem hann hefur gefið líf sitt fyrir og sigrað í upprisu sinni. Hvað skyldi svo vera til umræðu inni í þessu rými? Hvað er við hæfi að gera og segja í svona helgidómi? Því er fljót svarað og þar taka sögur Nýja testamentisins af allan vafa: Allt er til umræðu í kirkju Jesú því hann hefur helgað lífið eins og það leggur sig. Komu Guðs sonar í heiminn er ekki lýst sem opinberri heimsókn með upphafi og enda. Orðið varð hold stendur skrifað.2 Guð gerðist maður með húð og hári! Það merkir að lífið sjálft, efnisheimurinn allur, stjörnur og sól að innsta kjarna hverrar frumu er í Guði og Guð er í öllu. Við og Guð erum á sama stað. Sögurnar af lífi Jesú og framgöngu eru síðan með þeim hætti að engin svið mannlegrar reynslu eru undan skilin. Hann fæðist sem barn með óvíst faðerni en nýtur föðurástar fóstra síns. Fjölskyldan er á hrakhólum sem ólöglegir innflytjendur í ókunnu landi undan morðóðu valdi uns þau komast aftur til síns heima og njóta öryggis. Á starfsdögum sínum gerir Jesús ekki mannamun heldur sýnir öllu fólki virðingu og ást og krefst sanngirni fyrir hönd þeirra sem fara halloka. Hann sýnir velþóknun Guðs á öllu fólki og umhyggju fyrir kjörum þess til líkama og sálar; læknar sjúka, mettar svanga, valdeflir jaðarsetta, fagnar með fagnendum og grætur með grátendum. Loks hafnar hann hvers kyns þjösnaskap en kallar allt fólk til að fylgja sér persónulega og málefnalega.3 Í þessu ljósi segir sig sjálft að kynfræðslu má ekki vanta í kristinni kirkju. Kynferðislegar tilfinningar og þarfir eru mikilvægur þáttur í lífi fólks. Kynöryggi og kynheilbrigði hljóta því að vera á dagskrá í fræðslu og starfsháttum krikjunnar. Allt þroskað fólk veit að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og hver önnur samskipti. Áhersla Jesú á virðingu og samlíðun á þar við. Hvatning hans til fylgjenda sinna að taka sér ekki vald yfir öðrum en ástunda jöfnuð með þjónandi frumkvæði er líka mjög mikilvæg í góðu kynlífi.“4 Ekkert linar mannlega þjáningu betur en góð snerting og ekkert veldur meiri þjáningu en vond snerting. Þess vegna þurfum við alveg nauðsynlega að tala vel saman um kynlíf. Enn fremur ber okkur skylda til að fræða börnin okkar um gæði þess og eðli svo þau megi, líkt og Jesús, þroskast „að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.“5 Höfundur er prestur og siðfræðingur. 1 Opinberunarbókin 21. 4.2 2 Jóhannesarguðspjall 1.14.3 Matteusarguðspjall 11.28.4 Markúsarguðspjall 10. 42-45.5 Lúkasarguðspjall 2.52. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Þjóðkirkjan Fermingar Trúmál Börn og uppeldi Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Fólk þarf helgidóma. Mörg okkar tengja best við æðri mátt undir berum himni. Sum eiga sinn fjallasal með árniði og sögu liðins tíma eða ilmandi fjöru fyrir opnu hafi. Önnur eiga hálendið að trúnaðarvini. En svo þurfum við líka að eiga staði með öðru fólki. Örugga staði sem marka tímamót lífs og dauða, gleði og sorgar. Hvarvetna á byggðu bóli um allan heim á fólk sín bænahús því að trúarlíf hefur bæði persónulegar og opinberar hliðar. Vonin í hjartanu þarf styrk af öðrum. Nýju lífi þarf að heilsa með virktum. Ástin þarf augu sem sjá og samfagna. Sorgin þarf hjörtu sem samlíða. Þess vegan eru helgidómar út um allt. Fráteknir staðir þar sem aðgangsharka heimsins er fjarri og hlúð er að lífinu. Kristnar kirkjur um allan heim eru eins að því leyti að frá útidyrum liggur gangur upp að einu borði. Úti fyrir er veröldin í sínu ástandi á hverjum tíma en innan veggja er allt á forsendum góðu fréttanna sem tíminn fær ekki breytt. Góðu fréttirnar eru þær að vald heimsins er bara sýndarvald sem bráðum mun missa öll sín tök. Allt vald er hjá góðum Guði, eins og ritað er: „Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“1 Þegar kristið fólk gengur til altaris í kirkju er margt í gangi. Þar sem við stöndum eða krjúpum við hlið ókunnugra fyrir altarinu erum við að játa að við erum bræður og systur komin að borði okkar elskandi foreldris. Þar kennir enginn öðrum. Öll eru jöfn fyrir Guði. Utan veggja er veröldin langþjáð í sínu ranglæti. Sífellt er þar verið að fórna lífi manna og náttúru en í helgidómi kirkjuhússins er önnur saga. Vegna alls sem Jesús gerði er háttum heimsins snúið við; fórnaraltari grimmdarinnar hefur verið umbreytt í veilsuborð, aftökugálginn er orðinn að sigurtákni og skírnarlaugin staðfestir að hér virðum við, elskum og varðveitum líf barna en myrðum þau ekki. Kirkja Jesú býður nýtt líf, nýja möguleika í köldum heimi. Klukkurnar kalla okkur inn til að þiggja gjöf Guðs og hringja okkur svo út til að þjóna veröldinni sem hann hefur gefið líf sitt fyrir og sigrað í upprisu sinni. Hvað skyldi svo vera til umræðu inni í þessu rými? Hvað er við hæfi að gera og segja í svona helgidómi? Því er fljót svarað og þar taka sögur Nýja testamentisins af allan vafa: Allt er til umræðu í kirkju Jesú því hann hefur helgað lífið eins og það leggur sig. Komu Guðs sonar í heiminn er ekki lýst sem opinberri heimsókn með upphafi og enda. Orðið varð hold stendur skrifað.2 Guð gerðist maður með húð og hári! Það merkir að lífið sjálft, efnisheimurinn allur, stjörnur og sól að innsta kjarna hverrar frumu er í Guði og Guð er í öllu. Við og Guð erum á sama stað. Sögurnar af lífi Jesú og framgöngu eru síðan með þeim hætti að engin svið mannlegrar reynslu eru undan skilin. Hann fæðist sem barn með óvíst faðerni en nýtur föðurástar fóstra síns. Fjölskyldan er á hrakhólum sem ólöglegir innflytjendur í ókunnu landi undan morðóðu valdi uns þau komast aftur til síns heima og njóta öryggis. Á starfsdögum sínum gerir Jesús ekki mannamun heldur sýnir öllu fólki virðingu og ást og krefst sanngirni fyrir hönd þeirra sem fara halloka. Hann sýnir velþóknun Guðs á öllu fólki og umhyggju fyrir kjörum þess til líkama og sálar; læknar sjúka, mettar svanga, valdeflir jaðarsetta, fagnar með fagnendum og grætur með grátendum. Loks hafnar hann hvers kyns þjösnaskap en kallar allt fólk til að fylgja sér persónulega og málefnalega.3 Í þessu ljósi segir sig sjálft að kynfræðslu má ekki vanta í kristinni kirkju. Kynferðislegar tilfinningar og þarfir eru mikilvægur þáttur í lífi fólks. Kynöryggi og kynheilbrigði hljóta því að vera á dagskrá í fræðslu og starfsháttum krikjunnar. Allt þroskað fólk veit að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og hver önnur samskipti. Áhersla Jesú á virðingu og samlíðun á þar við. Hvatning hans til fylgjenda sinna að taka sér ekki vald yfir öðrum en ástunda jöfnuð með þjónandi frumkvæði er líka mjög mikilvæg í góðu kynlífi.“4 Ekkert linar mannlega þjáningu betur en góð snerting og ekkert veldur meiri þjáningu en vond snerting. Þess vegna þurfum við alveg nauðsynlega að tala vel saman um kynlíf. Enn fremur ber okkur skylda til að fræða börnin okkar um gæði þess og eðli svo þau megi, líkt og Jesús, þroskast „að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.“5 Höfundur er prestur og siðfræðingur. 1 Opinberunarbókin 21. 4.2 2 Jóhannesarguðspjall 1.14.3 Matteusarguðspjall 11.28.4 Markúsarguðspjall 10. 42-45.5 Lúkasarguðspjall 2.52.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun