Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2025 08:02 KR-ingar björguðu sér frá falli í gær. Vísir/Anton Brink Lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær þegar þrír leikir fóru fram. Mikið var undir í öllum leikjunum og þrjú lið börðust um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR Besta deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR
Besta deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira