Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 25. október 2025 08:02 Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun