Innlent

Vill fund vegna „al­var­legrar stöðu“ á lána­markaði

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Van Stefánsson, þingmaður Framsóknar, á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Stefán Van Stefánsson, þingmaður Framsóknar, á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Vísir/Anton Brink

Fulltrúi Framsóknar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, Stefán Vagn Stefánsson, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða.

Í tilkynningu frá flokknum segir að ljóst sé að nýfallinn dómur Hæstaréttar hafi skapað óvissu sem brýnt sé að eyða.

Ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir í Hæstarétti í síðustu viku. Var það niðurstaða bankans að bankinn hefði aðeins mátt miða við stýrivexti Seðlabankans þegar hann ákvað breytingar á vöxtum lánanna.

Viðskiptabankarnir og fleiri lánastofnanir hafa á síðustu dögum brugðist við dómnum með því að hætta tímabundið afgreiðslu ákveðinna lána en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim.

Í tilkynningu frá Framsókn segir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki – svokölluð CRR III reglugerð – muni hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn og þyngja róðurinn fyrir stóran hluta lántakenda.

„Breytt framboð Landsbankans á íbúðalánum varpar skýru ljósi á þær áskoranir sem dómurinn og innleiðing CRR III hefur í för með sér og mun að óbreyttu bitna harkalega á tekjulægri og skuldsettari hluta lántakenda,“ segir í tilkynningunni.

Þarna er vísaði í tilkynningu Landsbankans frá í morgun þar sem greint var frá því að aðeins fyrstu kaupendur geri nú fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega.

Landsbankinn greindi frá því að verðtryggð íbúðalán til fyrstu kaupenda verði veitt til tuttugu ára og verði á föstum vöxtum út lánstímann. Slík lán hafa lengi verið til allt að fjörutíu ára á Íslandi.


Tengdar fréttir

Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum

Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega.

Skilmálarnir umdeildu ógiltir

Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×