Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. október 2025 09:30 Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar