Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 23. október 2025 12:01 Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar