Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 23. október 2025 12:01 Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar