Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 23:39 Fyrirhuguðum fundi Trump og Pútín var frestað um óákveðinn tíma í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent