Kærastan áfram í farbanni Agnar Már Másson skrifar 16. október 2025 16:42 Eiginkona veitingamannsins sætir enn farbanni. Vísir Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna. Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna.
Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira