Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2025 14:16 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Hulda Margrét Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust. Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira