Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2025 14:16 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Hulda Margrét Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust. Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira