Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2025 07:02 Arnar Baldvinsson og Björgvin Arnarsson. Vísir/Bjarni Tólf ára hreyfihamlaður drengur segist finna fyrir miklu frelsi eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli sem gerir honum kleift að slást í för með vinum sínum um holt og hæðir. Faðir drengsins segist langþreyttur á baráttu við Sjúkratryggingar Íslands. Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“ Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“
Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira