Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 21:19 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis fylgdi sínu fólki út að skipan þingvarða. Vísir/Anton Brink Þingmönnum var gert að yfirgefa Alþingishúsið í skyndi, þegar brunabjalla fór af stað. Allt var þetta þó hluti af brunaæfingu- þeirri fyrstu sem ráðist er í á Alþingi. Fréttastofa tók út viðbragðstíma þingmanna í kvöldfréttum Sýnar. Klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í tvö í dag þegar brunabjallan í Alþingishúsinu fór af stað. Örskömmu síðar mætti þingvörður og skipaði þingmönnum að fara út, enda að ræða æfingu þar sem markmiðið var að kanna hve langan tíma það tæki þingmenn að yfirgefa húsið. Og þingmenn fengu ein fyrirmæli: Að hlýða þingvörðum. Það gerðu þingmenn, líkt og Bjarni Einarsson tökumaður sem fylgdi þeim eftir. Tóku mismikið með sér Rýmingin tók um tvær og hálfa mínútu og hittust þingmenn að henni lokinni fyrir utan þinghúsið þar sem þeir þurftu að dvelja um stund á meðan þingverðir fóru yfir það hvernig gekk. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sáuð þið ekki hvað við vorum fagleg í þessu?“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir utandyra þegar fréttamaður tók þingmenn tali. „Svo er maður bara illa klæddur, hleypur út án þess að taka með sér yfirhöfnina. Það er engin nema Kolla sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi,“ sagði Rósa létt í bragði en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingkona Flokks fólksins sá aumur á Rósu og lánaði henni sjal. Nokkrum mínútum síðar fengu þingmenn svo að snúa aftur til húss, reynslunni ríkari, líkt og fréttin ber með sér. Alþingi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í tvö í dag þegar brunabjallan í Alþingishúsinu fór af stað. Örskömmu síðar mætti þingvörður og skipaði þingmönnum að fara út, enda að ræða æfingu þar sem markmiðið var að kanna hve langan tíma það tæki þingmenn að yfirgefa húsið. Og þingmenn fengu ein fyrirmæli: Að hlýða þingvörðum. Það gerðu þingmenn, líkt og Bjarni Einarsson tökumaður sem fylgdi þeim eftir. Tóku mismikið með sér Rýmingin tók um tvær og hálfa mínútu og hittust þingmenn að henni lokinni fyrir utan þinghúsið þar sem þeir þurftu að dvelja um stund á meðan þingverðir fóru yfir það hvernig gekk. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sáuð þið ekki hvað við vorum fagleg í þessu?“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir utandyra þegar fréttamaður tók þingmenn tali. „Svo er maður bara illa klæddur, hleypur út án þess að taka með sér yfirhöfnina. Það er engin nema Kolla sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi,“ sagði Rósa létt í bragði en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingkona Flokks fólksins sá aumur á Rósu og lánaði henni sjal. Nokkrum mínútum síðar fengu þingmenn svo að snúa aftur til húss, reynslunni ríkari, líkt og fréttin ber með sér.
Alþingi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira