Sport

Dag­skráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi

Sindri Sverrisson skrifar
Haukar og KR verða til umfjöllunar í Bónus Körfuboltakvöldi í kvöld.
Haukar og KR verða til umfjöllunar í Bónus Körfuboltakvöldi í kvöld. vísir/Anton

Bónus-deild kvenna í körfubolta á sviðið á sportrásum Sýnar í dag en þar má einnig finna hafnabolta og golf.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 19:15 er á dagskrá síðasti leikurinn í þriðju umferð Bónus-deildar kvenna, á milli Njarðvíkur og Tindastóls, og strax að honum loknum, eða um 21:10, hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem farið verður yfir alla leiki umferðarinnar með stæl.

Sýn Sport Viaplay

Á miðnætti hefst leikur Marines og Blue Jays í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta.

Sýn Sport 3

Golfáhugamenn geta svo stillt inn á Sýn Sport 3 klukkan 3 í nótt og fylgst með BMW Ladies meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×