Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2025 20:01 Kristgerður Garðarsdóttir grunnskólakennari hefur tvisvar greinst með brjóstakrabbamein. Hún hefur reynslu af langri bið eftir geislameðferð pg segor það auka álag. Heilbrigðisyfirvöld þurfi að bregðast strax við og stytta biðina í dag. Vísir/Bjarni Biðtími eftir geislameðferð við brjóstakrabbameini er mun lengri hér á landi en mælt er með í Evrópu. Það er dauðans alvara að mati þriggja hagsmunafélaga sem skora á stjórnvöld að skilgreina hámarksbiðtíma. Kona sem hefur greinst tvisvar segir mikið aukaálag að bíða vikum saman eftir slíkri meðferð. Nýgengi brjóstakrabbameins heldur áfram að aukast hér á landi og hefur aldrei verið hærra. Meinið er algengasta krabbamein íslenskra kvenna. Að meðaltali hafa 272 konur greinst á ári síðustu ár. Á sama tíma er biðtími eftir geislameðferð mun lengri en þriggja vikna viðmið evrópsku krabbameinssamtakanna. Á þessu ári hefur hann verið hér frá ríflega einum mánuði og upp í næstum tvo og hálfan mánuð. Erfið bið eftir geislum Kristgerður Garðarsdóttir grunnskólakennari hefur tvisvar greinst með brjóstakrabbamein. Hún hefur reynslu af langri bið eftir geislameðferð en hún þurfti að bíða í sex vikur eftir slíkri meðferð fyrst þegar hún greindist. Hún segir það auka á kvíða og álag sem fylgir sjúkdómnum. „Það var afskaplega erfiður biðtími. Maður fer fyrst í skurð, svo í lyfjagjöf og svo bíður maður eftir geislameðferð. Þessi tími einkenndist af miklum ótta. Mig langaði mest að drífa þetta af,“ segir Kristgerður. Hún segir að þessi tími hafi líka reynt á fjölskyldu hennar. „Þetta var mjög erfitt fyrir alla fjölskylduna. Strákarnir mínir spurðu daglega, var hringt í dag mamma, var hringt í dag?, segir hún. Meira áfall að greinast í annað skipti. Kristgerður sem greindist fyrst fyrir um ellefu árum hélt hún væri laus við meinið en í janúar fékk hún slæmar fréttir. „Ég kláraði meðferð vegna fyrstu greiningarinnar árið 2020 og hélt ég væri laus. Í byrjun janúar fór ég svo í ristilskoðun og í kjölfarið fékk ég símtal frá meltingarsérfræðingi um að það væri eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Ég fór svo aftur til hans og þá komí ljós að það voru brjóstakrabbameinsfrumur á flækingi. Ég fæ svo greiningu um að ég sé með brjóstakrabbamein með meinvörpum. Ég hafði ekki fundið fyrir neinu þegar ég greindist í þetta skipti. Ég lifi því í dag með krabbameini og er á töflumeðferð þrjár vikur í senn. Það að greinast í annað skipti var mun meira högg fyrir alla en í fyrra skiptið,“ segir hún. Geti skipt sköpum að stytta biðina Kristgerður vonar að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og stytti biðtíma eftir geislameðferð. Það geti bjargað lífi. Það er gríðarlega alvarlegt fyrir okkur sem þjóð ef við náum ekki að halda í við evrópsku samtökin um biðtíma fyrir geislameðferð. Það er fjölgun á nýgengi á landinu og það er nauðsynlegt að bregðast strax við. Það getur skipt sköpum,“ segir Kristgerður. Áskorun til stjórnvalda Á málþingi Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins í dag var samþykkt ályktun þar sem kemur fram að langur biðtími valdi miklu álagi, lengi veikindatímabil og geti haft áhrif á sjúkdómsþróun og jafnvel aukið dánartíðni hjá konum með brjóstakrabbamein. Þátttakendur á málþinginu skora á stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stytta biðtíma eftir geislameðferð þannig að hann sé vel innan alþjóðlegra viðmiða. Framtíðarsýn stjórnvalda sé að íslensk heilbrigðisþjónusta sé á heimsmælikvarða. Þátttakendur á málþinginu skora á heilbrigðisráðherra að tryggja nægilegt fjármagn til allrar meðferðar við brjóstakrabbameinum. Öðruvísi verði Ísland ekki í fremstu röð varðandi lifun og lífsgæði kvenna með brjóstakrabbamein. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nýgengi brjóstakrabbameins heldur áfram að aukast hér á landi og hefur aldrei verið hærra. Meinið er algengasta krabbamein íslenskra kvenna. Að meðaltali hafa 272 konur greinst á ári síðustu ár. Á sama tíma er biðtími eftir geislameðferð mun lengri en þriggja vikna viðmið evrópsku krabbameinssamtakanna. Á þessu ári hefur hann verið hér frá ríflega einum mánuði og upp í næstum tvo og hálfan mánuð. Erfið bið eftir geislum Kristgerður Garðarsdóttir grunnskólakennari hefur tvisvar greinst með brjóstakrabbamein. Hún hefur reynslu af langri bið eftir geislameðferð en hún þurfti að bíða í sex vikur eftir slíkri meðferð fyrst þegar hún greindist. Hún segir það auka á kvíða og álag sem fylgir sjúkdómnum. „Það var afskaplega erfiður biðtími. Maður fer fyrst í skurð, svo í lyfjagjöf og svo bíður maður eftir geislameðferð. Þessi tími einkenndist af miklum ótta. Mig langaði mest að drífa þetta af,“ segir Kristgerður. Hún segir að þessi tími hafi líka reynt á fjölskyldu hennar. „Þetta var mjög erfitt fyrir alla fjölskylduna. Strákarnir mínir spurðu daglega, var hringt í dag mamma, var hringt í dag?, segir hún. Meira áfall að greinast í annað skipti. Kristgerður sem greindist fyrst fyrir um ellefu árum hélt hún væri laus við meinið en í janúar fékk hún slæmar fréttir. „Ég kláraði meðferð vegna fyrstu greiningarinnar árið 2020 og hélt ég væri laus. Í byrjun janúar fór ég svo í ristilskoðun og í kjölfarið fékk ég símtal frá meltingarsérfræðingi um að það væri eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Ég fór svo aftur til hans og þá komí ljós að það voru brjóstakrabbameinsfrumur á flækingi. Ég fæ svo greiningu um að ég sé með brjóstakrabbamein með meinvörpum. Ég hafði ekki fundið fyrir neinu þegar ég greindist í þetta skipti. Ég lifi því í dag með krabbameini og er á töflumeðferð þrjár vikur í senn. Það að greinast í annað skipti var mun meira högg fyrir alla en í fyrra skiptið,“ segir hún. Geti skipt sköpum að stytta biðina Kristgerður vonar að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og stytti biðtíma eftir geislameðferð. Það geti bjargað lífi. Það er gríðarlega alvarlegt fyrir okkur sem þjóð ef við náum ekki að halda í við evrópsku samtökin um biðtíma fyrir geislameðferð. Það er fjölgun á nýgengi á landinu og það er nauðsynlegt að bregðast strax við. Það getur skipt sköpum,“ segir Kristgerður. Áskorun til stjórnvalda Á málþingi Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins í dag var samþykkt ályktun þar sem kemur fram að langur biðtími valdi miklu álagi, lengi veikindatímabil og geti haft áhrif á sjúkdómsþróun og jafnvel aukið dánartíðni hjá konum með brjóstakrabbamein. Þátttakendur á málþinginu skora á stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stytta biðtíma eftir geislameðferð þannig að hann sé vel innan alþjóðlegra viðmiða. Framtíðarsýn stjórnvalda sé að íslensk heilbrigðisþjónusta sé á heimsmælikvarða. Þátttakendur á málþinginu skora á heilbrigðisráðherra að tryggja nægilegt fjármagn til allrar meðferðar við brjóstakrabbameinum. Öðruvísi verði Ísland ekki í fremstu röð varðandi lifun og lífsgæði kvenna með brjóstakrabbamein.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira