„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2025 15:44 Áður óbirt mynd af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra með Donald Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrú í New York í september. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. „Með hvaða hætti hyggst hæstvirtur forsætisráðherra og ríkisstjórnin vinna að því að efla tengsl Íslands við Bandaríkin og styrkja samstarf við þau í sessi?“ spurði Sigmundur. Sigmundur Davíð bar fram fyrirspurn til Kristrúnar.Vísir/Anton Brink „Mér skilst að hæstvirtur forsætisráðherra og fulltrúar þessarar ríkisstjórnar hafi ekki enn leitast við að ná beinu talsambandi við forseta Bandaríkjanna. Verður gerð bragarbót á því? Verður forseta Bandaríkjanna jafnvel boðið til Íslands?“ sagði Sigmundur svo og nefndi að á Íslandi væri fjöldi góðra golfvalla. Kristrún steig þá upp í pontu, þakkaði fyrir fyrirspurnina og sagði Bandaríkin alltaf hafa leikið stórt hlutverk á alþjóðavísu. Ísland gerði sér fyllilega grein fyrir mikilvægi góðra samskipta við Bandaríkin. Kristrún svaraði Sigmundi.Vísir/Anton „Við höfum ekki ennþá átt tvíhliða formlegan fund með Bandaríkjaforseta. Ég hef hins vegar hitt Bandaríkjaforseta í tvö skipti, átt í stuttum samræðum við forseta og nefnt þá sérstaklega áhuga okkar á frekari samskiptum, viðskiptum og fjárfestingu og að styrkja varnarinnviði hér,“ sagði Kristrún. Skilaboðin frá íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálamönnum hafi verið mjög skýr um áhuga á frekara samstarfi við Bandaríkin. Sigmundur Davíð tók þá aftur til máls og sagði ríkisstjórnina skorta tengingu við veruleikann. „Er ekki orðið tímabært að ná raunveruleikatengingu? Gera sér grein fyrir því að Bandaríkin hafa aftur fest sig í sessi með fyrri hætti sem leiðandi afl á alþjóðavísu. Þá dugar ekki að spjalla við menn sem menn hitta á göngunum á alþjóðafundunum eða halda lyftufund og segja að Ísland vilji gjarnan vinna vel með Bandaríkjunum,“ sagði hann svo. Samtalið virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað Fréttastofa hafði samband við forsætisráðherra til að forvitnast út í samskipti hans við Bandaríkjaforseta og stöðu mála þar. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við höfum óskað eftir fundi með Bandaríkjaforseta og stjórnvöldum vestanhafs, á hápólitíska stiginu. Sú beiðni liggur enn þá inni en ég hef hitt Bandaríkjaforseta í tvígang, annars vegar á NATO-fundinum í Haag í sumar og svo hitti ég hann þegar ég var í New York, núna á dögunum, í boði á vegum Bandaríkjaforseta,“ segir Kristrún um Donald Trump. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur átt annasama daga undanfarið.AP/Jacquelyn Martin „Ég nýti öll svona tækifæri til þess að halda uppi hagsmunum Íslands og það er þannig að í bæði skiptin sem ég hef hitt hann, segir hann við mig að fyrra bragði að hann sé meðvitaður um stöðu varnarmála á Íslandi og að Bandaríkin muni standa við sínar skuldbindingar á Íslandi.“ Greinilegt væri að Bandaríkjaforseti væri „mjög meðvitaður“ um að varnarsamstarf ríkjanna gangi áfram vel. „En ég hef líka átt í talsverðum samskiptum við lönd sem eru í okkar bakgarði, ég fór til Færeyja í maí og ég er að fara til Grænlands í næstu viku. Ég átti tvíhliða fund með forsætisráðherra Kanada um daginn í London og hef margoft rætt við forsætisráðherra Noregs og Danmerkur og aðkomu þeirra að þessu Norðurslóðasvæði,“ segir hún. „Ég hef rætt það líka við Bandaríkjaforseta, og gerði það í New York, að við myndum gjarnan vilja efla tengslin á þessu svæði á sviði fjárfestinga og innviðauppbyggingar og hann tók mjög vel í það,“ segir Kristrún. Hún hafi jafnframt rætt við Howard Lutnick, bandaríska viðskiptamálaráðherrann, um áhuga íslenskra stjórnvalda á að fá bandaríska fjárfestingu til landsins og að Íslendingar væru virkir í innviðafjárfestingu á Norðurslóðum. Hann hefði sýnt því áhuga. „Þannig samtalið er auðvitað mjög virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað,“ segir hún. Veit af áhuganum og tók vel í fund Kristrún sagði þónokkuð liðið síðan beiðni frá Íslandi um fund með Bandaríkjaforseta fór formlega inn í kerfið. Ekkert hafi heyrst af henni en Trump hafi þó sýnt fundinum áhuga. „Ég ræddi það nú við Bandaríkjaforseta þegar ég hitti hann í New York um daginn að ég myndi gjarnan vilja hitta hann í Bandaríkjunum og auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands ef hann hefur áhuga og hann tók mjög vel í það. Hann veit af áhuga okkar og það mun koma að þessu, það er bara spurning hvenær,“ segir Kristrún. Þetta eru þá fundir um varnarinnviðauppbyggingu? „Það eru vissulega varnartengdir innviðir en líka fjárfesting í verðmætasköpun hérna á svæðinu. Það er fjöldinn allur af bandarískum fyrirtækjum og fleiri fyrirtækjum frá löndunum sem ég nefndi áðan, Kanada, Noregur, Danmörk og fleiri, sem eru að horfa á þetta svæði,“ segir Kristrún um Ísland. „Við þurfum að vera virk sjálf í að stýra ferðinni um það hvernig fjárfesting þróast á okkar slóðum. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég er að fara til Grænlands ég og Jens-Frederik, forsætisráðherra Grænlands, viljum endilega styrkja böndinn hvað það varðar og sýna hvað við erum gott teymi á Norðurslóðum.“ Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál NATO Sameinuðu þjóðirnar Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29 Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. „Með hvaða hætti hyggst hæstvirtur forsætisráðherra og ríkisstjórnin vinna að því að efla tengsl Íslands við Bandaríkin og styrkja samstarf við þau í sessi?“ spurði Sigmundur. Sigmundur Davíð bar fram fyrirspurn til Kristrúnar.Vísir/Anton Brink „Mér skilst að hæstvirtur forsætisráðherra og fulltrúar þessarar ríkisstjórnar hafi ekki enn leitast við að ná beinu talsambandi við forseta Bandaríkjanna. Verður gerð bragarbót á því? Verður forseta Bandaríkjanna jafnvel boðið til Íslands?“ sagði Sigmundur svo og nefndi að á Íslandi væri fjöldi góðra golfvalla. Kristrún steig þá upp í pontu, þakkaði fyrir fyrirspurnina og sagði Bandaríkin alltaf hafa leikið stórt hlutverk á alþjóðavísu. Ísland gerði sér fyllilega grein fyrir mikilvægi góðra samskipta við Bandaríkin. Kristrún svaraði Sigmundi.Vísir/Anton „Við höfum ekki ennþá átt tvíhliða formlegan fund með Bandaríkjaforseta. Ég hef hins vegar hitt Bandaríkjaforseta í tvö skipti, átt í stuttum samræðum við forseta og nefnt þá sérstaklega áhuga okkar á frekari samskiptum, viðskiptum og fjárfestingu og að styrkja varnarinnviði hér,“ sagði Kristrún. Skilaboðin frá íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálamönnum hafi verið mjög skýr um áhuga á frekara samstarfi við Bandaríkin. Sigmundur Davíð tók þá aftur til máls og sagði ríkisstjórnina skorta tengingu við veruleikann. „Er ekki orðið tímabært að ná raunveruleikatengingu? Gera sér grein fyrir því að Bandaríkin hafa aftur fest sig í sessi með fyrri hætti sem leiðandi afl á alþjóðavísu. Þá dugar ekki að spjalla við menn sem menn hitta á göngunum á alþjóðafundunum eða halda lyftufund og segja að Ísland vilji gjarnan vinna vel með Bandaríkjunum,“ sagði hann svo. Samtalið virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað Fréttastofa hafði samband við forsætisráðherra til að forvitnast út í samskipti hans við Bandaríkjaforseta og stöðu mála þar. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við höfum óskað eftir fundi með Bandaríkjaforseta og stjórnvöldum vestanhafs, á hápólitíska stiginu. Sú beiðni liggur enn þá inni en ég hef hitt Bandaríkjaforseta í tvígang, annars vegar á NATO-fundinum í Haag í sumar og svo hitti ég hann þegar ég var í New York, núna á dögunum, í boði á vegum Bandaríkjaforseta,“ segir Kristrún um Donald Trump. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur átt annasama daga undanfarið.AP/Jacquelyn Martin „Ég nýti öll svona tækifæri til þess að halda uppi hagsmunum Íslands og það er þannig að í bæði skiptin sem ég hef hitt hann, segir hann við mig að fyrra bragði að hann sé meðvitaður um stöðu varnarmála á Íslandi og að Bandaríkin muni standa við sínar skuldbindingar á Íslandi.“ Greinilegt væri að Bandaríkjaforseti væri „mjög meðvitaður“ um að varnarsamstarf ríkjanna gangi áfram vel. „En ég hef líka átt í talsverðum samskiptum við lönd sem eru í okkar bakgarði, ég fór til Færeyja í maí og ég er að fara til Grænlands í næstu viku. Ég átti tvíhliða fund með forsætisráðherra Kanada um daginn í London og hef margoft rætt við forsætisráðherra Noregs og Danmerkur og aðkomu þeirra að þessu Norðurslóðasvæði,“ segir hún. „Ég hef rætt það líka við Bandaríkjaforseta, og gerði það í New York, að við myndum gjarnan vilja efla tengslin á þessu svæði á sviði fjárfestinga og innviðauppbyggingar og hann tók mjög vel í það,“ segir Kristrún. Hún hafi jafnframt rætt við Howard Lutnick, bandaríska viðskiptamálaráðherrann, um áhuga íslenskra stjórnvalda á að fá bandaríska fjárfestingu til landsins og að Íslendingar væru virkir í innviðafjárfestingu á Norðurslóðum. Hann hefði sýnt því áhuga. „Þannig samtalið er auðvitað mjög virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað,“ segir hún. Veit af áhuganum og tók vel í fund Kristrún sagði þónokkuð liðið síðan beiðni frá Íslandi um fund með Bandaríkjaforseta fór formlega inn í kerfið. Ekkert hafi heyrst af henni en Trump hafi þó sýnt fundinum áhuga. „Ég ræddi það nú við Bandaríkjaforseta þegar ég hitti hann í New York um daginn að ég myndi gjarnan vilja hitta hann í Bandaríkjunum og auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands ef hann hefur áhuga og hann tók mjög vel í það. Hann veit af áhuga okkar og það mun koma að þessu, það er bara spurning hvenær,“ segir Kristrún. Þetta eru þá fundir um varnarinnviðauppbyggingu? „Það eru vissulega varnartengdir innviðir en líka fjárfesting í verðmætasköpun hérna á svæðinu. Það er fjöldinn allur af bandarískum fyrirtækjum og fleiri fyrirtækjum frá löndunum sem ég nefndi áðan, Kanada, Noregur, Danmörk og fleiri, sem eru að horfa á þetta svæði,“ segir Kristrún um Ísland. „Við þurfum að vera virk sjálf í að stýra ferðinni um það hvernig fjárfesting þróast á okkar slóðum. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég er að fara til Grænlands ég og Jens-Frederik, forsætisráðherra Grænlands, viljum endilega styrkja böndinn hvað það varðar og sýna hvað við erum gott teymi á Norðurslóðum.“
Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál NATO Sameinuðu þjóðirnar Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29 Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29