Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar 15. október 2025 08:02 Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Síðasta jafnlaunaúttekt, í maí 2025, staðfesti að launamunur kynjanna er aðeins 1,1% konum í vil. Með því að fylgja eftir árangrinum með gagnsæjum mælingum og stöðugu samtali höfum við náð að viðhalda traustu og sanngjörnu vinnuumhverfi þar sem allir eru metnir að verðleikum. Öflug og skýr jafnréttisáætlun Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar 2023–2027 er eitt mikilvægasta verkfærið okkar í þessari vinnu. Hún tryggir að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt í allri starfsemi bæjarins hvort sem um er að ræða stjórnsýslu, þjónustu, ráðningar eða daglegt starf. Áætlunin byggir á því að jafnrétti sé ekki aukaatriði heldur hluti af menningu, verklagi og stefnumótun bæjarins. Hún fjallar meðal annars um launajafnrétti, jöfn tækifæri til starfsþróunar, sveigjanleika í starfi, aðgerðir gegn einelti og áreitni og stuðning við fólk með ólíkan bakgrunn. Viðurkenning sem skiptir máli Við erum ákaflega stolt af því að Hafnarfjörður fékk nýverið Jafnvægisvogina í fjórða sinn. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa náð jafnvægi í stjórnunarhlutföllum og sýna í verki að jafnrétti er hluti af daglegum rekstri og menningu. Að hljóta þessa viðurkenningu er staðfesting á því faglega og öfluga starfi sem unnið hefur verið í þessum málaflokki síðustu ár. Hafnarfjörður er bær þar sem jafnræði og traust eru ekki orðin tóm heldur raunveruleg gildi sem við vinnum eftir dag frá degi. Jafnrétti bætir samfélagið allt Jafnrétti er fjárfesting í betra samfélagi. Þegar fólk fær jöfn tækifæri þá blómstrar nýsköpun, samstarf og samkennd. Við sjáum það á vinnustöðum bæjarins, í skólum, í þjónustu við íbúa og í stjórnsýslu. Þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklingana heldur allt samfélagið. Það er þessi hugsun sem liggur að baki jafnréttisvinnu Hafnarfjarðar. Við ætlum að byggja bæ þar sem allir geti notið sín. Við í Hafnarfirði trúum því að jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það er meðvituð ákvörðun sem krefst ábyrgðar og samstöðu. Við öll sem störfum hjá Hafnarfjarðarbæ höfum lagt okkar að mörkum. Með þannig samstöðu sjáum við árangur, árangur sem við getum verið stolt af. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Síðasta jafnlaunaúttekt, í maí 2025, staðfesti að launamunur kynjanna er aðeins 1,1% konum í vil. Með því að fylgja eftir árangrinum með gagnsæjum mælingum og stöðugu samtali höfum við náð að viðhalda traustu og sanngjörnu vinnuumhverfi þar sem allir eru metnir að verðleikum. Öflug og skýr jafnréttisáætlun Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar 2023–2027 er eitt mikilvægasta verkfærið okkar í þessari vinnu. Hún tryggir að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt í allri starfsemi bæjarins hvort sem um er að ræða stjórnsýslu, þjónustu, ráðningar eða daglegt starf. Áætlunin byggir á því að jafnrétti sé ekki aukaatriði heldur hluti af menningu, verklagi og stefnumótun bæjarins. Hún fjallar meðal annars um launajafnrétti, jöfn tækifæri til starfsþróunar, sveigjanleika í starfi, aðgerðir gegn einelti og áreitni og stuðning við fólk með ólíkan bakgrunn. Viðurkenning sem skiptir máli Við erum ákaflega stolt af því að Hafnarfjörður fékk nýverið Jafnvægisvogina í fjórða sinn. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa náð jafnvægi í stjórnunarhlutföllum og sýna í verki að jafnrétti er hluti af daglegum rekstri og menningu. Að hljóta þessa viðurkenningu er staðfesting á því faglega og öfluga starfi sem unnið hefur verið í þessum málaflokki síðustu ár. Hafnarfjörður er bær þar sem jafnræði og traust eru ekki orðin tóm heldur raunveruleg gildi sem við vinnum eftir dag frá degi. Jafnrétti bætir samfélagið allt Jafnrétti er fjárfesting í betra samfélagi. Þegar fólk fær jöfn tækifæri þá blómstrar nýsköpun, samstarf og samkennd. Við sjáum það á vinnustöðum bæjarins, í skólum, í þjónustu við íbúa og í stjórnsýslu. Þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklingana heldur allt samfélagið. Það er þessi hugsun sem liggur að baki jafnréttisvinnu Hafnarfjarðar. Við ætlum að byggja bæ þar sem allir geti notið sín. Við í Hafnarfirði trúum því að jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það er meðvituð ákvörðun sem krefst ábyrgðar og samstöðu. Við öll sem störfum hjá Hafnarfjarðarbæ höfum lagt okkar að mörkum. Með þannig samstöðu sjáum við árangur, árangur sem við getum verið stolt af. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun