Sport

Al­dís Ásta og fé­lagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni

Árni Jóhannsson skrifar
Aldís Ásta fór mikinn í kvöld.
Aldís Ásta fór mikinn í kvöld. Skara

Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF.

Aldís varð meistari með Skara á seinasta tímabili en þær náðu ekki að vinna upp þriggja marka forskot sem Molde vann sér inn eftir fyrri leikinn í Noregi sem endaði 27-27 fyrir Molde. Leikurinn í dag endaði 27-26 fyrir Skara og því samanlagt 51-53 og þær norsku fara áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar en ekki er komið í ljós hvaða liði þær mæta en önnur umferðin klárast um helgina. Valskonur mæta t.a.m Maedilon/VZV á morgun en stelpurnar af Hlíðarenda eru með eitt mark í forskot eftir fyrri leikinn.

Aldís Ásta skoraði þrjú mörk og sendi eina stoðsendingar á meðan Lena skoraði 1 mark og gaf þrjár stoðsendingar. Markahæst Skara var Linnea Sareborn með átta mörk og hjá Molde Jenny Helena Carlson með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×