Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar 3. október 2025 13:00 Íslenskt vísindasamfélag hefur um árabil haft þungar áhyggjur af óviðunandi fjárveitingum til vísinda og rannsókna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt undir yfirskriftinni „Tiltekt og umbætur“ (Stjórnarráð 2025, 8. september) vakti það blendnar tilfinningar meðal vísindafólks. Rannsóknasjóður sem er einn mikilvægasti bakhjarlinn í grunnrannsóknum fær um 3 milljarða samkvæmt frumvarpinu, sem í reynd er áframhaldandi raunlækkun á framlagi síðustu ára. Þetta endurspeglast í úthlutun styrkja þar sem árangurshlutfall hefur lækkað úr 23% árið 2022 niður í tæplega 17% árið 2025 og stefnir í enn lægra hlutfall í næstu úthlutun eins og fram kom í grein Ernu Magnúsdóttur og Stefáns Þórarins Sigurðssonar á Vísi þann 2. október sl. „Hversu oft á að fresta framtíðinni?” Miklum fjölda framúrskarandi umsókna er hafnað á hverju ári vegna fjárskort eftir að hafa farið í gegnum strangt gæðamat hjá færustu vísindamömmum. Fyrir þetta líða grunnrannsóknir, þekkingarsköpun í öllum greinum vísinda, nýliðun og þjálfun ungra vísindamanna. Þessi veika staða Rannsóknasjóðs er umhugsunarverð í ljósi þess að útgjöld til rannsókna og þróunar hafa margfaldast á örfáum árum. Meginhluta útgjaldanna er hins vegar varið í skattaendurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja í samræmi við lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009. Árið 2015 námu þessar endurgreiðslur 1,3 milljörðum króna (Ársskýrsla RANNÍS 2015), en voru kringum 17 milljarða árið 2025 (Stjórnarráð 2024, 25. október) og verða vel yfir 18 milljarðar 2026 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Vel að merkja þá er árangurshlutfallið í þessum styrkjaflokki vel yfir 80% (sjá Ársskýrslur RANNÍS). Hér verður mikilvægi nýsköpunar ekki mótmælt né heldur stuðningi stjórnvalda við nýsköpunarfyrirtæki, enda í takt við alþjóðlega þróun og viðteknar hugmyndir um mikilvægi nýsköpunar fyrir efnahagslega og samfélagslega þróun. Hins vegar hafa ýmsar athugasemdir verið gerðar við endurgreiðslurnar sem vert er að hnykkja á nú þegar endurskoðun laganna hefur verið boðuð (Stjórnarráð 2025, 15. september). Árið 2021 benti Skatturinn Alþingi á að mikil þörf væri á hertu eftirliti með útgreiðslu styrkjanna þar sem brögð hafi verið að því að venjubundinn rekstrar- og endurbótakostnaður hafi verið færður sem nýsköpunarkostnaður. Í ábendingum Skattsins segir: „Ekki ætti að þurfa að árétta að misnotkun á þessum stuðningi með óréttmætum kostnaðarfærslum getur leitt til verulegra útgjalda af hálfu hins opinbera, í formi óréttmætra endurgreiðslna, auk þess að raska samkeppni á markaði.“ (Ríkisskattstjóri 2021, 8. apríl). Í úttekt OECD (2023) um þetta kerfi er bent á að eftirliti og eftirfylgni með skattaendurgreiðslunum sé verulega ábótavant, skortur sé á gögnum og reglulegu eftirliti, og erfitt að leggja mat á árangur þessara styrkja hjá einstökum fyrirtækjum. Samskiptum og upplýsingaflæði milli RANNÍS og Skattsins, sem hafa yfirsjón með þessum úthlutunum, sé ábótavant. Þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gert athugasemdir við endurgreiðslurnar (IMF 2025, bls. 19-20). Hinn hraði vöxtur styrkjanna hafi vakið áhyggjur af skilvirkni þeirra og fjárhagslegum áhrifum, og til að koma í veg fyrir misnotkun sé nauðsynlegt að skýra betur þau skilyrði sem fyrirtæki þurfi að uppfylla til að eiga rétt á slíkum styrkjum. Þá bendir sjóðurinn á að rýmkun sem gerð var árið 2020 hafi aukið styrki til stórra og meðalstórra fyrirtækja þar sem áhrif hinna skattalegu hvata séu almennt minni, samkvæmt rannsóknum (IMF 2025, bls. 12). Loks má nefna nýlega rannsókn Hannesar Ottóssonar lektors í samfélagslegri nýsköpun og Rögnvaldar J. Sæmundssonar prófessors í iðnaðarverkfræði á 20 ára þróun nýsköpunar á Íslandi (2024). Í rannsókninni er stefna stjórnvalda metin, þróun nýsköpunar og samræmi milli stefnu og þróunar. Niðurstöður þeirra benda til að umfang og árangur nýsköpunar hafi vissulega aukist talsvert á tímabilinu 2003 til 2022, en hins vegar hafi sú aukning ekki verið umfram atvinnulífið í heild. Þeir hvetja til frekari rannsókna á samspili nýsköpunarstefnu og þróun nýsköpunar á Íslandi til að auka skilning á þeim aðstæðum sem eru til staðar hérlendis og til að byggja upp almenna þekkingu svo læra megi hvernig áhrif einstakar aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi. Tiltekt og umbætur í rekstri hins opinbera geta sannarlega verið af hinu góða. Rannsóknasjóður gerir miklar kröfur til vísindafólks sem hlýtur styrki og RANNÍS hefur gott eftirlit með framkvæmd og eftirfylgni verkefna sem styrkt eru enda sjálfsagt mál að vel sé farið með opinbert fé. Mikilvægt er að þeirri tiltekt sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sé beint þangað sem hennar er þörf. Frekari niðurskurður á Rannsóknasjóði, grunnrannsóknum, nýliðun og þjálfun ungra vísindamanna ætti ekki að vera forgangsatriði stjórnvalda í þeim efnum. Höfundur er prófessor og formaður vísindanefndar Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Nánar um heimildir: OECD (2023) Evaluating the effects of the R&D tax credit in Iceland https://www.oecd.org/content/dam/oecd/en/topics/policy-issues/economic-surveillance/oecd-iceland-tax-credit-evaluation-2023.pdfHannes Ottósson og Rögnvaldur J. Sæmundsson (2024) Í upphafi skyldi endinn skoða: Stefna stjórnvalda og þróun á sviði nýsköpunar á Íslandi 2003–2022.https://ejournals.is/index.php/irpa/article/view/4097Iceland: 2025 Article IV Consultation-Staff Report and Statement by the Executive Director for Iceland (IMF Staff Country Reports 2025, No. 141) Iceland: 2025 Article IV Consultation-Press Release; Staff Report and Statement by the Executive Director for Iceland Ríkisskattstjóri (2021) Umsögn ríkisskattstjóra um breytingu á lögum nr. 152/2009 (varanleg hækkun) – 544. mál, þskj. 910, 8. apríl 2021, Alþingi https://www.althingi.is/altext/erindi/151/151-2459.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2026 Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt vísindasamfélag hefur um árabil haft þungar áhyggjur af óviðunandi fjárveitingum til vísinda og rannsókna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt undir yfirskriftinni „Tiltekt og umbætur“ (Stjórnarráð 2025, 8. september) vakti það blendnar tilfinningar meðal vísindafólks. Rannsóknasjóður sem er einn mikilvægasti bakhjarlinn í grunnrannsóknum fær um 3 milljarða samkvæmt frumvarpinu, sem í reynd er áframhaldandi raunlækkun á framlagi síðustu ára. Þetta endurspeglast í úthlutun styrkja þar sem árangurshlutfall hefur lækkað úr 23% árið 2022 niður í tæplega 17% árið 2025 og stefnir í enn lægra hlutfall í næstu úthlutun eins og fram kom í grein Ernu Magnúsdóttur og Stefáns Þórarins Sigurðssonar á Vísi þann 2. október sl. „Hversu oft á að fresta framtíðinni?” Miklum fjölda framúrskarandi umsókna er hafnað á hverju ári vegna fjárskort eftir að hafa farið í gegnum strangt gæðamat hjá færustu vísindamömmum. Fyrir þetta líða grunnrannsóknir, þekkingarsköpun í öllum greinum vísinda, nýliðun og þjálfun ungra vísindamanna. Þessi veika staða Rannsóknasjóðs er umhugsunarverð í ljósi þess að útgjöld til rannsókna og þróunar hafa margfaldast á örfáum árum. Meginhluta útgjaldanna er hins vegar varið í skattaendurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja í samræmi við lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009. Árið 2015 námu þessar endurgreiðslur 1,3 milljörðum króna (Ársskýrsla RANNÍS 2015), en voru kringum 17 milljarða árið 2025 (Stjórnarráð 2024, 25. október) og verða vel yfir 18 milljarðar 2026 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Vel að merkja þá er árangurshlutfallið í þessum styrkjaflokki vel yfir 80% (sjá Ársskýrslur RANNÍS). Hér verður mikilvægi nýsköpunar ekki mótmælt né heldur stuðningi stjórnvalda við nýsköpunarfyrirtæki, enda í takt við alþjóðlega þróun og viðteknar hugmyndir um mikilvægi nýsköpunar fyrir efnahagslega og samfélagslega þróun. Hins vegar hafa ýmsar athugasemdir verið gerðar við endurgreiðslurnar sem vert er að hnykkja á nú þegar endurskoðun laganna hefur verið boðuð (Stjórnarráð 2025, 15. september). Árið 2021 benti Skatturinn Alþingi á að mikil þörf væri á hertu eftirliti með útgreiðslu styrkjanna þar sem brögð hafi verið að því að venjubundinn rekstrar- og endurbótakostnaður hafi verið færður sem nýsköpunarkostnaður. Í ábendingum Skattsins segir: „Ekki ætti að þurfa að árétta að misnotkun á þessum stuðningi með óréttmætum kostnaðarfærslum getur leitt til verulegra útgjalda af hálfu hins opinbera, í formi óréttmætra endurgreiðslna, auk þess að raska samkeppni á markaði.“ (Ríkisskattstjóri 2021, 8. apríl). Í úttekt OECD (2023) um þetta kerfi er bent á að eftirliti og eftirfylgni með skattaendurgreiðslunum sé verulega ábótavant, skortur sé á gögnum og reglulegu eftirliti, og erfitt að leggja mat á árangur þessara styrkja hjá einstökum fyrirtækjum. Samskiptum og upplýsingaflæði milli RANNÍS og Skattsins, sem hafa yfirsjón með þessum úthlutunum, sé ábótavant. Þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gert athugasemdir við endurgreiðslurnar (IMF 2025, bls. 19-20). Hinn hraði vöxtur styrkjanna hafi vakið áhyggjur af skilvirkni þeirra og fjárhagslegum áhrifum, og til að koma í veg fyrir misnotkun sé nauðsynlegt að skýra betur þau skilyrði sem fyrirtæki þurfi að uppfylla til að eiga rétt á slíkum styrkjum. Þá bendir sjóðurinn á að rýmkun sem gerð var árið 2020 hafi aukið styrki til stórra og meðalstórra fyrirtækja þar sem áhrif hinna skattalegu hvata séu almennt minni, samkvæmt rannsóknum (IMF 2025, bls. 12). Loks má nefna nýlega rannsókn Hannesar Ottóssonar lektors í samfélagslegri nýsköpun og Rögnvaldar J. Sæmundssonar prófessors í iðnaðarverkfræði á 20 ára þróun nýsköpunar á Íslandi (2024). Í rannsókninni er stefna stjórnvalda metin, þróun nýsköpunar og samræmi milli stefnu og þróunar. Niðurstöður þeirra benda til að umfang og árangur nýsköpunar hafi vissulega aukist talsvert á tímabilinu 2003 til 2022, en hins vegar hafi sú aukning ekki verið umfram atvinnulífið í heild. Þeir hvetja til frekari rannsókna á samspili nýsköpunarstefnu og þróun nýsköpunar á Íslandi til að auka skilning á þeim aðstæðum sem eru til staðar hérlendis og til að byggja upp almenna þekkingu svo læra megi hvernig áhrif einstakar aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi. Tiltekt og umbætur í rekstri hins opinbera geta sannarlega verið af hinu góða. Rannsóknasjóður gerir miklar kröfur til vísindafólks sem hlýtur styrki og RANNÍS hefur gott eftirlit með framkvæmd og eftirfylgni verkefna sem styrkt eru enda sjálfsagt mál að vel sé farið með opinbert fé. Mikilvægt er að þeirri tiltekt sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sé beint þangað sem hennar er þörf. Frekari niðurskurður á Rannsóknasjóði, grunnrannsóknum, nýliðun og þjálfun ungra vísindamanna ætti ekki að vera forgangsatriði stjórnvalda í þeim efnum. Höfundur er prófessor og formaður vísindanefndar Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Nánar um heimildir: OECD (2023) Evaluating the effects of the R&D tax credit in Iceland https://www.oecd.org/content/dam/oecd/en/topics/policy-issues/economic-surveillance/oecd-iceland-tax-credit-evaluation-2023.pdfHannes Ottósson og Rögnvaldur J. Sæmundsson (2024) Í upphafi skyldi endinn skoða: Stefna stjórnvalda og þróun á sviði nýsköpunar á Íslandi 2003–2022.https://ejournals.is/index.php/irpa/article/view/4097Iceland: 2025 Article IV Consultation-Staff Report and Statement by the Executive Director for Iceland (IMF Staff Country Reports 2025, No. 141) Iceland: 2025 Article IV Consultation-Press Release; Staff Report and Statement by the Executive Director for Iceland Ríkisskattstjóri (2021) Umsögn ríkisskattstjóra um breytingu á lögum nr. 152/2009 (varanleg hækkun) – 544. mál, þskj. 910, 8. apríl 2021, Alþingi https://www.althingi.is/altext/erindi/151/151-2459.pdf
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar