Viðskipti innlent

Davíð Ernir til liðs við At­hygli

Atli Ísleifsson skrifar
Davíð Ernir Kolbeins.
Davíð Ernir Kolbeins.

Davíð Ernir Kolbeins hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli þar sem hann mun leiða þróun gervigreindarlausna á sviði almannatengsla og samskipta.

Í tilkynningu segir að hann komi til fyrirtækisins með víðtæka reynslu af samskipta- og kynningarmálum. 

„Davíð hefur undanfarið starfað sem samskiptafulltrúi hjá Knattspyrnusambandi Íslands og áður sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands, þar sem hann annaðist markaðs- og kynningarmál. Davíð er með BA gráðu í samskiptum, með áherslu á almannatengsl, frá Auckland University of Technology á Nýja-Sjálandi,“ segir í tilkynningunni.

Um Athygli segir að fyrirtækið vinni með fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum að því að tryggja góð samskipti við mikilvæga hagaðila og byggja upp vörumerki, og orðspor með skilvirkri samskiptastefnu. Félagið er samstarfsaðili ráðgjafafyrirtækisins Geelmuydeen Kiese sem er eitt stærsta fyrirtæki á sviði samskiptaráðgjafar á Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×