Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 10:28 Húsnæðið í Ármúla sem á að hýsa Konukot. Vísir/Sigurjón Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira