Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 10:28 Húsnæðið í Ármúla sem á að hýsa Konukot. Vísir/Sigurjón Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira