„Þá er erfitt að spila hér“ Kári Mímisson skrifar 2. október 2025 22:22 Kann að fara með knöttinn. Vísir/Diego Þórir Þorbjarnarson, fyrirliði KR, var sáttur með dramatískan sigur liðsins í kvöld gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. KR-ingar voru í veseni langt inn í seinni hálfleikinn en unnu sig til baka í leikinn og tókst að sigra Stjörnuna 102-98 eftir framlengdan leik. „Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira
„Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira