„Þá er erfitt að spila hér“ Kári Mímisson skrifar 2. október 2025 22:22 Kann að fara með knöttinn. Vísir/Diego Þórir Þorbjarnarson, fyrirliði KR, var sáttur með dramatískan sigur liðsins í kvöld gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. KR-ingar voru í veseni langt inn í seinni hálfleikinn en unnu sig til baka í leikinn og tókst að sigra Stjörnuna 102-98 eftir framlengdan leik. „Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
„Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira