Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 14:33 Stefán Árni Pálsson og séfræðingarnir skelltu upp úr þegar Benedikt Guðmundsson fór að tala um eldri bróðurinn. Sýn Sport Benedikt Guðmundsson snýr aftur sem sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi í vetur en hann hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor. Benedikt gerði Tindastól að deildarmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins og fór með liðið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði á móti Stjörnunni. Í upphitunarþætti Körfuboltakvölds fyrir leiktíðina var Benedikt spurður út í grísku bræðurna sem spiluðu fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Sá yngri, Giannis Agravanis, byrjaði tímabilið vel og var öflugur með 14,7 stig að meðaltali í leik. Hann skipti um gír um áramót og var þá enn öflugri. Sá eldri, Dimitrios Agravanis, kom hins vegar til liðsins á miðju tímabili og það er óhætt að segja að tími hans á Króknum hafi verið skrautlegur. Flestir voru sammála um að þar hafi Stólarnir keypt köttinn í sekknum. Góði bróðurinn mættur í Garðabæinn Giannis Agravanis spilar áfram á Íslandi en hann gerði samning við Stjörnuna í sumar. „Förum bara í leikmann, sem við þekkjum og þú þekkir sérstaklega vel. Góði bróðirinn, Giannis Agravanis. Hann er mættur í Garðabæinn. Hvað kemur hann með inn í þetta lið Íslandsmeistaranna,“ spurði Stefán Árni Pálsson þáttastjórnandi. Klippa: Körfuboltakvöld: Ekki hringja í eldri bróðirinn „Það er bara hellingur. Þetta er frábær undirskrift hjá Stjörnunni. Fyrir mér var hann, sérstaklega eftir áramót, örugglega bara besti leikmaður Tindastólsliðsins. Hann er klæðskerasniðinn í þessa deild,“ sagði Benedikt. Getur verið besti varnarmaður deildarinnar „Hann getur spilað sem lítill framherji og hann getur spilað sem kraftframherji. Hann getur verið besti varnarmaður deildarinnar þegar hann ætlar sér það. Hann getur dekkað leikstjórnanda og hann getur dekkað upp fyrir sig.,“ sagði Benedikt. „Hann er góður sendingamaður og hann getur skorað á marga vegu. Ef hann kemst á vinstri hendina þá er varla hægt að stoppa hann,“ sagði Benedikt. Það er bara eitt ... „Það er bara eitt sem ég verð að ráðleggja Stjörnumönnum og ég vona að þeir séu að hlusta. Ef hann spyr hvort að bróðir hans megi klára tímabilið hérna, segja þá bara absalútt nei. Alla vega að heyra í mér áður en þeir taka ákvörðunina,“ sagði Benedikt og mikið var hlegið. Það má hlusta á umræðuna um Agravanis bræðurna hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Benedikt gerði Tindastól að deildarmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins og fór með liðið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði á móti Stjörnunni. Í upphitunarþætti Körfuboltakvölds fyrir leiktíðina var Benedikt spurður út í grísku bræðurna sem spiluðu fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Sá yngri, Giannis Agravanis, byrjaði tímabilið vel og var öflugur með 14,7 stig að meðaltali í leik. Hann skipti um gír um áramót og var þá enn öflugri. Sá eldri, Dimitrios Agravanis, kom hins vegar til liðsins á miðju tímabili og það er óhætt að segja að tími hans á Króknum hafi verið skrautlegur. Flestir voru sammála um að þar hafi Stólarnir keypt köttinn í sekknum. Góði bróðurinn mættur í Garðabæinn Giannis Agravanis spilar áfram á Íslandi en hann gerði samning við Stjörnuna í sumar. „Förum bara í leikmann, sem við þekkjum og þú þekkir sérstaklega vel. Góði bróðirinn, Giannis Agravanis. Hann er mættur í Garðabæinn. Hvað kemur hann með inn í þetta lið Íslandsmeistaranna,“ spurði Stefán Árni Pálsson þáttastjórnandi. Klippa: Körfuboltakvöld: Ekki hringja í eldri bróðirinn „Það er bara hellingur. Þetta er frábær undirskrift hjá Stjörnunni. Fyrir mér var hann, sérstaklega eftir áramót, örugglega bara besti leikmaður Tindastólsliðsins. Hann er klæðskerasniðinn í þessa deild,“ sagði Benedikt. Getur verið besti varnarmaður deildarinnar „Hann getur spilað sem lítill framherji og hann getur spilað sem kraftframherji. Hann getur verið besti varnarmaður deildarinnar þegar hann ætlar sér það. Hann getur dekkað leikstjórnanda og hann getur dekkað upp fyrir sig.,“ sagði Benedikt. „Hann er góður sendingamaður og hann getur skorað á marga vegu. Ef hann kemst á vinstri hendina þá er varla hægt að stoppa hann,“ sagði Benedikt. Það er bara eitt ... „Það er bara eitt sem ég verð að ráðleggja Stjörnumönnum og ég vona að þeir séu að hlusta. Ef hann spyr hvort að bróðir hans megi klára tímabilið hérna, segja þá bara absalútt nei. Alla vega að heyra í mér áður en þeir taka ákvörðunina,“ sagði Benedikt og mikið var hlegið. Það má hlusta á umræðuna um Agravanis bræðurna hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira