Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. október 2025 07:00 Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun