Innlent

Val á þingflokksformanni bíður betri tíma

Árni Sæberg skrifar
Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“.

Þetta segir Sigmundur Davíð í samskiptum við fréttastofu. Bergþór Ólason tilkynnti í gær að hann hefði látið af embætti þingflokksformanns um liðna helgi. Boðað var til þingflokksfundar klukkan 15:15 í dag og Bergþór sagðist í gær búast við því að Sigmundur Davíð myndi þá leggja til nýjan formann þingflokks.

Sigmundur Davíð segir að fundurinn í dag hafi verið stuttur fjarfundur, þar sem flestir þingmenn séu úti á landi vegna kjördæmaviku. Því hafi hann ákveðið að leggja ekki fram tillögu um þingflokksformann fyrr en þingflokkurinn hittist í persónu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×