Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar 1. október 2025 15:01 Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun