Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 1. október 2025 08:00 Konan á bak við afgreiðsluborðið þarf að kippa snúrunni úr sambandi. Sjoppan lokaði fyrir fimmtán mínútum, en spilakassinn blikkar enn. „Plís leyfðu mér bara að klára þennan leik,“ segir fastagesturinn. Hún slekkur, tekur á móti reiðinni – og kemur svo seint heim, úrvinda. Hún kemur seint heim vegna þess að fáein svokölluð almannaheillasamtök og stofnanir ákveða á hverjum degi að þeirra besta fjármögnunarleið sé að græða á fjárhættuspilum. Þau eru Háskóli Íslands, Rauði krossinn, Landsbjörg, og íþróttahreyfingin. Í síðustu viku urðu umræður á Alþingi um ólöglegar erlendar veðmálasíður og fóru þær fram eftir fyrirsjáanlegri formúlu: forræðishyggja gegn frelsi. Ein hliðin segir: þú stöðvar þetta ekki; ekki reyna. Hinni hliðinni er stillt upp sem bannglöðum siðapostulum. Á meintri miðju átakaássins eru svo þeir sem vilja banna „vondu,“ útlensku síðurnar og láta þá fjármuni sem nú renna um þær fara í gegnum innlend kerfi, og boða að þá sé peningurinn orðinn „góður.“ En þessi ás er í sjálfu sér pólitísk blekking. Íslenskur markaður fyrir fjárhættuspil hefur aldrei verið löglaus frumskógur. Honum hefur verið bróðurlega deilt á milli fyrrnefndra aðila sem fengu á sínum tíma leyfi til að skapa hér á landi eftirspurn eftir ákveðnum fjárhættuspilum, sem áður var engin. Í millitíðinni byrjuðu Íslendingar að spila á erlendum síðum fyrir einhverja milljarða á ári hverju (eða svo er okkur sagt). Og nú er það síendurtekið að samfélagið tapi því fé. Lógíkin er þessi: ef peningarnir héldust „heima“ væri hægt að nota þá til að leyfa ungmennum að æfa íþróttir og ganga í háskóla. Í einmitt slíku starfi felist jafnvel forvörn gegn spilafíkn. En spilavíti helgað göfugum málstað, hvort heldur er í spilasal eða á netinu, hvort heldur eigandinn er innlendur eða erlendur, verður aldrei annað en spilavíti. Á meðan skaðinn er sá sami þá felst engin raunveruleg bót fyrir íslenskt samfélag í slíkri breytingu. Hún verður aldrei annað en yfirtaka, valdaskipti á tilteknum hluta fjárhættuspilamarkaðarins. „Hófsama miðjan“ hefur sýnt í verki að hún er hvorki hófsöm né mitt á milli forræðishyggju og frelsis. Síðastliðna áratugi hafa þessi innlendu samtök og stofnanir ekkert viljað gera til að minnka þann skaða sem þau nefna nú sem sérstakt áhyggjuefni sem bregðast þurfi við. Enda er þeirra tilgangur að afla tekna, ekki að minnka umsvif fjárhættuspila. Tekjumódel sem byggist á gegndarlausri spilun gerir það að verkum að þessar stofnanir hafa aldrei verið varðmenn hófs og munu aldrei vera það. Þess í stað hefur skaðaminnkun á Íslandi verið ástunduð af afgreiðslukonum sem kippa spilakössum úr sambandi, kráareigendum sem sjá sóma sinn í því að skila kössum til föðurhúsanna, foreldrum sem taka síma af börnum sínum, fjölskyldum sem greiða niður spilaskuldir, og spilafíklum sem sjálfir finna upp leiðir til að takmarka eigin skaða. Þegar það eitt kemst að í pólitískri umræðu að spilapeningnum sé haldið innan íslensks hagkerfis verða niðurstöður vísindalegra rannsóknaum skaðsemi fjárhættuspila og stefnumótun ekki annað en bakþankar. Umræða um þessa gervilausn – að þjóðnýta veðmálin – kæfir þannig umræðu um raunverulegar lausnir og skynsamlega stefnu í málaflokknum í heild. Hvað á þá ríkisstjórnin, sem á endanum ræður, að gera? Hún verður að standast þrýsting þeirra sérhagsmunaafla sem stilla sér nú upp sem hinni „hófsömu miðju.“ Hún verður að standa með fólkinu í landinu gegn ásókninni í efnahag þeirra, líf og heilsu. Fyrsta skrefið á auðvitað að vera að klippa á lagalegu snúruna sem heldur spilakössum gangandi – þessum skaðlegustu tækjum fjárhættuspilaiðnaðarins. Auðvitað á svo að loka fyrir greiðslumiðlun erlendu fyrirtækjanna sem starfa hér ólöglega. Stjórnmál snúast um að skilgreina vettvang átaka. Þeir aðilar sem hér á landi græða á fjárhættuspilum vilja að sá vettvangur sé „frelsi gegn forræðishyggju,“ því þannig fá þeir að staðsetja sig í miðjunni. Réttara væri þó að tala um rótgróin sérhagsmunaöfl gegn fólkinu sem hinn raunverulega átakaás í þessu máli. Veljum fólkið. Veljum konuna í sjoppunni og karlinn við spilakassann. Útbúum stefnu þar sem hennar ólaunaða skaðaminnkunarstarf og hans sársauki heyra sögunni til. Höfundur situr í stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Sjá einnig eftir höfund: Auðhumla í Hamraborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Rúnar Brynjarsson Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Konan á bak við afgreiðsluborðið þarf að kippa snúrunni úr sambandi. Sjoppan lokaði fyrir fimmtán mínútum, en spilakassinn blikkar enn. „Plís leyfðu mér bara að klára þennan leik,“ segir fastagesturinn. Hún slekkur, tekur á móti reiðinni – og kemur svo seint heim, úrvinda. Hún kemur seint heim vegna þess að fáein svokölluð almannaheillasamtök og stofnanir ákveða á hverjum degi að þeirra besta fjármögnunarleið sé að græða á fjárhættuspilum. Þau eru Háskóli Íslands, Rauði krossinn, Landsbjörg, og íþróttahreyfingin. Í síðustu viku urðu umræður á Alþingi um ólöglegar erlendar veðmálasíður og fóru þær fram eftir fyrirsjáanlegri formúlu: forræðishyggja gegn frelsi. Ein hliðin segir: þú stöðvar þetta ekki; ekki reyna. Hinni hliðinni er stillt upp sem bannglöðum siðapostulum. Á meintri miðju átakaássins eru svo þeir sem vilja banna „vondu,“ útlensku síðurnar og láta þá fjármuni sem nú renna um þær fara í gegnum innlend kerfi, og boða að þá sé peningurinn orðinn „góður.“ En þessi ás er í sjálfu sér pólitísk blekking. Íslenskur markaður fyrir fjárhættuspil hefur aldrei verið löglaus frumskógur. Honum hefur verið bróðurlega deilt á milli fyrrnefndra aðila sem fengu á sínum tíma leyfi til að skapa hér á landi eftirspurn eftir ákveðnum fjárhættuspilum, sem áður var engin. Í millitíðinni byrjuðu Íslendingar að spila á erlendum síðum fyrir einhverja milljarða á ári hverju (eða svo er okkur sagt). Og nú er það síendurtekið að samfélagið tapi því fé. Lógíkin er þessi: ef peningarnir héldust „heima“ væri hægt að nota þá til að leyfa ungmennum að æfa íþróttir og ganga í háskóla. Í einmitt slíku starfi felist jafnvel forvörn gegn spilafíkn. En spilavíti helgað göfugum málstað, hvort heldur er í spilasal eða á netinu, hvort heldur eigandinn er innlendur eða erlendur, verður aldrei annað en spilavíti. Á meðan skaðinn er sá sami þá felst engin raunveruleg bót fyrir íslenskt samfélag í slíkri breytingu. Hún verður aldrei annað en yfirtaka, valdaskipti á tilteknum hluta fjárhættuspilamarkaðarins. „Hófsama miðjan“ hefur sýnt í verki að hún er hvorki hófsöm né mitt á milli forræðishyggju og frelsis. Síðastliðna áratugi hafa þessi innlendu samtök og stofnanir ekkert viljað gera til að minnka þann skaða sem þau nefna nú sem sérstakt áhyggjuefni sem bregðast þurfi við. Enda er þeirra tilgangur að afla tekna, ekki að minnka umsvif fjárhættuspila. Tekjumódel sem byggist á gegndarlausri spilun gerir það að verkum að þessar stofnanir hafa aldrei verið varðmenn hófs og munu aldrei vera það. Þess í stað hefur skaðaminnkun á Íslandi verið ástunduð af afgreiðslukonum sem kippa spilakössum úr sambandi, kráareigendum sem sjá sóma sinn í því að skila kössum til föðurhúsanna, foreldrum sem taka síma af börnum sínum, fjölskyldum sem greiða niður spilaskuldir, og spilafíklum sem sjálfir finna upp leiðir til að takmarka eigin skaða. Þegar það eitt kemst að í pólitískri umræðu að spilapeningnum sé haldið innan íslensks hagkerfis verða niðurstöður vísindalegra rannsóknaum skaðsemi fjárhættuspila og stefnumótun ekki annað en bakþankar. Umræða um þessa gervilausn – að þjóðnýta veðmálin – kæfir þannig umræðu um raunverulegar lausnir og skynsamlega stefnu í málaflokknum í heild. Hvað á þá ríkisstjórnin, sem á endanum ræður, að gera? Hún verður að standast þrýsting þeirra sérhagsmunaafla sem stilla sér nú upp sem hinni „hófsömu miðju.“ Hún verður að standa með fólkinu í landinu gegn ásókninni í efnahag þeirra, líf og heilsu. Fyrsta skrefið á auðvitað að vera að klippa á lagalegu snúruna sem heldur spilakössum gangandi – þessum skaðlegustu tækjum fjárhættuspilaiðnaðarins. Auðvitað á svo að loka fyrir greiðslumiðlun erlendu fyrirtækjanna sem starfa hér ólöglega. Stjórnmál snúast um að skilgreina vettvang átaka. Þeir aðilar sem hér á landi græða á fjárhættuspilum vilja að sá vettvangur sé „frelsi gegn forræðishyggju,“ því þannig fá þeir að staðsetja sig í miðjunni. Réttara væri þó að tala um rótgróin sérhagsmunaöfl gegn fólkinu sem hinn raunverulega átakaás í þessu máli. Veljum fólkið. Veljum konuna í sjoppunni og karlinn við spilakassann. Útbúum stefnu þar sem hennar ólaunaða skaðaminnkunarstarf og hans sársauki heyra sögunni til. Höfundur situr í stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Sjá einnig eftir höfund: Auðhumla í Hamraborg.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar