Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar 30. september 2025 18:02 Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirki og formaður Félags fagkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirki og formaður Félags fagkvenna.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar