Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2025 11:05 Arion banki spáir því að einkaneysla haldi áfram að aukast á næsta ári. Vísir/Vilhelm Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan „haldi til hafs á ný eftir samdrátt síðasta árs.“ Þar segir að innlend eftirspurn, með einkaneyslu í broddi fylkingar, hafi verið atkvæðameiri en áður var reiknað með og muni halda sínu hlutverki sem driffjöður hagvaxtar. Þar segir einnig að jafnvel þó verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver og uppbyggingu landeldis eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár, liggi í augum uppi að útflutningshorfurnar hafi síst batnað. Flugframboð til landsins hafi dregist snarpt saman með gjaldþroti Play, krónan sé sterk og áfram sé mikil óvissa um efnahagsstefnu stærstu hagkerfa heims. Greiningardeildin telur að á næsta ári sé útlit fyrir að innflutningur dragist saman, sem skýrist fyrst og fremst af minni fjárfestingu gagnavera, og að utanríkisverslun leggist á sveif með einkaneyslunni. „Þó útlit sé fyrir að einkaneyslan verði dráttarklár hagvaxtar út spátímann eru horfurnar þokukenndari en oft áður, þar sem verðbólgan hefur reynst treg í taumi og vextir því haldist háir lengur en áður var spáð. Áhrif þessa á innlenda eftirspurn eru ekki enn komin fram að fullu, en sýnileg merki kólnunar er að finna bæði á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði,“ segir í spánni. Í spánni segir að þau vænti þess að áhrif taumhalds peningastefnu Seðlabanka Íslands komi skýrar fram á næsta ári í auknu atvinnuleysi og raunverðslækkunum á húsnæðismarkaði. Það geti á sama tíma dregið úr verðbólguþrýstingi. Þrátt fyrir að verðbólgan verði yfir verðbólgumarkmiði út spátímann eiga þau því von á tveimur vaxtalækkunum á næsta ári og að vextir verði komnir í 6,25 prósent undir blálok spátímans. Sterk staða krónunnar gæti haft áhrif á verðhjöðnun fari hún að veikjast en í spá Arion banka er gert ráð fyrir hógværri veikingu frá og með næsta ári. Arion banki segir aldrei fleiri ferðamenn hafa komið til landsins. Þar er einnig fjallað um að íbúðauppbygging muni halda áfram á næsta ári og vera mikil í sögulegu samhengi. Vísir/Anton Brink Þá segir í spánni að enn sé mikil óvissa í alþjóðamálum en þau telji að hvernig sem fari sé „þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó.“ Í skýrslunni sem fylgir spánni er ítarlega farið yfir til dæmis innflutning, vörur og tolla. Þar segir að til dæmis hafi vöruinnflutningur aukist um 15,4 prósent á fyrri hluta ársins. Bróðurpart þeirrar aukningar megi rekja til fjárfestingarvara, þar sem tölvur og tækjabúnaður fyrir gagnaver gegndu lykilhlutverki. Sem dæmi hafi verið fluttar inn tölvur og skrifstofuvélar fyrir 130 milljarða íslenskra króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Sextán prósent landsmanna erlendis í hverju mánuði Þjónustuinnflutningur hafi ekki látið sitt eftir liggja og hafi aukist um 10,2 prósent á sama tímabili. Þar eru utanlandsferðir Íslendinga fyrirferðamestar en ferðagleði landsmanna á, samkvæmt skýrslunni, sér enga hliðstæðu. Rúmlega 16 prósent þjóðarinnar hafa samkvæmt útreikningum verið stödd á erlendri grundu í hverjum mánuði. Samhliða þessu sé neysla landsmanna að færast út fyrir landsteinana enda sé kaupmáttur Íslendinga í erlendri mynt með mesta móti. Um vöruútflutning, tolla og krónuna segir í skýrslunni að á meðan þjónustuútflutningur jókst um 5,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi hafi vöruútflutningur dregist saman um eitt prósent. „Hvort tollar Bandaríkjaforseta séu meiri dragbítur á vöruútflutning en styrking krónunnar skal látið ósagt, en þróun vöruútflutnings til Bandaríkjanna í kjölfar tollatilkynningar virðist nokkuð skýr. Hins vegar er stutt um liðið og því erfitt að meta hvort síðustu mánuðir séu vísir að framhaldinu eða hefðbundnar sveiflur, ekki síst í ljósi þess að samdráttinn má að miklu leyti rekja til stoðtækja og lyfja, sem eru undanskilin tollum,“ segir í skýrslunni. Kapteinn alþjóðaskútunnar dyntóttur Um stöðuna alþjóðlega segir að óvissan sé allt umlykjandi enda sé kapteinn alþjóðaskútunnar dyntóttur. „Samkvæmt sviðsmyndagreiningum og opinberum spám mun tollastefna Bandaríkjanna, og öll óvissan henni tengd, hafa letjandi áhrif á hagvöxt á Íslandi en ekki duga til að ýta hagkerfinu í samdrátt,“ segir í skýrslunni um það. Eftir samdrátt á síðasta ári og stöðnun á fyrri hluta þessa árs telja greinendur að hagvöxtur gæti tekið að glæðast á nýjan leik. Neysla heimilanna sé að aukast, innflutningskúfurinn sé að mestu að baki og það sé útlit fyrir að mikil fjárfesting muni skila sér í auknum útflutningstekjum. Innlend eftirspurn með einkaneyslu í fararbroddi sé atkvæðameiri en áður hafi verið reiknað með og þó svo að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver og uppbyggingu landeldis eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár hafi útflutningshorfur síst batnað. Það sé mikil óvissa í kringum ferðaþjónustu, sérstaklega með gjaldþroti Play og það geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi. Á sama tíma leiti sjávarútvegur að loðnu og glími við lækkun aflamarks þorsks. Hægir á íbúðabyggingu en reikna með aukinni fólksfjölgun Í skýrslunni segir að sumarið í ár hafi slegið öll aðsóknarmet til landsins og á hótel og að neysla hvers ferðamanns sé að aukast. Á sama tíma segir að ef ekki væri fyrir verulegar fjárfestingar í gagnaverum og landeldi hefði hefðbundin atvinnuvegafjárfesting dregist saman síðastliðna fjórðunga. Báðar atvinnugreinar muni lita atvinnuvegafjárfestingu á komandi árum, þó vægi landeldis fari vaxandi eftir því sem líður á spátímann. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að það hægi lítillega á íbúðauppbyggingu. Byggingaframkvæmdum hafi farið fjölgandi þó svo það gangi hægt að selja nýjar íbúðir og því gerir bankinn ráð fyrir að íbúðauppbygging haldist mikil í sögulegu samhengi, þrátt fyrir 11 prósenta samdrátt fullgerðra íbúða í ár og 8 prósent á næsta ári. Á sama tíma muni íbúðafjárfesting dragast minna saman, eða 5,4 prósent í ár og 1,7 prósent á næsta ári, sem skýrist að einhverju leyti af tilfærslum verkefna milli matstiga. Þá segir í skýrslunni að það sem af er ári hafi hægt verulega á fólksfjölgun og þau reikni með aukinni fólksfjölgun frá og með næsta ári eigi þau von á að íbúðum eigi eftir að fjölga hlutfallslega meira en íbúum á þessu ári og því næsta. Í skýrslunni er einnig fjallað um launahækkanir og að vinnumarkaðurinn muni kólna með vetrinum. Atvinnuleysi sé núna 3,4 prósent, miðað við 3,2 prósent fyrir ári, en verði um 4,3 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að einkaneysla haldi áfram að aukast, vanskil séu lítil og heimilin hæfilega bjartsýn. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér. Arion banki Fjármál heimilisins Verðlag Gjaldþrot Play Öryggis- og varnarmál Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Húsnæðismál Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Sjá meira
Þar segir einnig að jafnvel þó verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver og uppbyggingu landeldis eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár, liggi í augum uppi að útflutningshorfurnar hafi síst batnað. Flugframboð til landsins hafi dregist snarpt saman með gjaldþroti Play, krónan sé sterk og áfram sé mikil óvissa um efnahagsstefnu stærstu hagkerfa heims. Greiningardeildin telur að á næsta ári sé útlit fyrir að innflutningur dragist saman, sem skýrist fyrst og fremst af minni fjárfestingu gagnavera, og að utanríkisverslun leggist á sveif með einkaneyslunni. „Þó útlit sé fyrir að einkaneyslan verði dráttarklár hagvaxtar út spátímann eru horfurnar þokukenndari en oft áður, þar sem verðbólgan hefur reynst treg í taumi og vextir því haldist háir lengur en áður var spáð. Áhrif þessa á innlenda eftirspurn eru ekki enn komin fram að fullu, en sýnileg merki kólnunar er að finna bæði á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði,“ segir í spánni. Í spánni segir að þau vænti þess að áhrif taumhalds peningastefnu Seðlabanka Íslands komi skýrar fram á næsta ári í auknu atvinnuleysi og raunverðslækkunum á húsnæðismarkaði. Það geti á sama tíma dregið úr verðbólguþrýstingi. Þrátt fyrir að verðbólgan verði yfir verðbólgumarkmiði út spátímann eiga þau því von á tveimur vaxtalækkunum á næsta ári og að vextir verði komnir í 6,25 prósent undir blálok spátímans. Sterk staða krónunnar gæti haft áhrif á verðhjöðnun fari hún að veikjast en í spá Arion banka er gert ráð fyrir hógværri veikingu frá og með næsta ári. Arion banki segir aldrei fleiri ferðamenn hafa komið til landsins. Þar er einnig fjallað um að íbúðauppbygging muni halda áfram á næsta ári og vera mikil í sögulegu samhengi. Vísir/Anton Brink Þá segir í spánni að enn sé mikil óvissa í alþjóðamálum en þau telji að hvernig sem fari sé „þjóðarskútan sé vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó.“ Í skýrslunni sem fylgir spánni er ítarlega farið yfir til dæmis innflutning, vörur og tolla. Þar segir að til dæmis hafi vöruinnflutningur aukist um 15,4 prósent á fyrri hluta ársins. Bróðurpart þeirrar aukningar megi rekja til fjárfestingarvara, þar sem tölvur og tækjabúnaður fyrir gagnaver gegndu lykilhlutverki. Sem dæmi hafi verið fluttar inn tölvur og skrifstofuvélar fyrir 130 milljarða íslenskra króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Sextán prósent landsmanna erlendis í hverju mánuði Þjónustuinnflutningur hafi ekki látið sitt eftir liggja og hafi aukist um 10,2 prósent á sama tímabili. Þar eru utanlandsferðir Íslendinga fyrirferðamestar en ferðagleði landsmanna á, samkvæmt skýrslunni, sér enga hliðstæðu. Rúmlega 16 prósent þjóðarinnar hafa samkvæmt útreikningum verið stödd á erlendri grundu í hverjum mánuði. Samhliða þessu sé neysla landsmanna að færast út fyrir landsteinana enda sé kaupmáttur Íslendinga í erlendri mynt með mesta móti. Um vöruútflutning, tolla og krónuna segir í skýrslunni að á meðan þjónustuútflutningur jókst um 5,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi hafi vöruútflutningur dregist saman um eitt prósent. „Hvort tollar Bandaríkjaforseta séu meiri dragbítur á vöruútflutning en styrking krónunnar skal látið ósagt, en þróun vöruútflutnings til Bandaríkjanna í kjölfar tollatilkynningar virðist nokkuð skýr. Hins vegar er stutt um liðið og því erfitt að meta hvort síðustu mánuðir séu vísir að framhaldinu eða hefðbundnar sveiflur, ekki síst í ljósi þess að samdráttinn má að miklu leyti rekja til stoðtækja og lyfja, sem eru undanskilin tollum,“ segir í skýrslunni. Kapteinn alþjóðaskútunnar dyntóttur Um stöðuna alþjóðlega segir að óvissan sé allt umlykjandi enda sé kapteinn alþjóðaskútunnar dyntóttur. „Samkvæmt sviðsmyndagreiningum og opinberum spám mun tollastefna Bandaríkjanna, og öll óvissan henni tengd, hafa letjandi áhrif á hagvöxt á Íslandi en ekki duga til að ýta hagkerfinu í samdrátt,“ segir í skýrslunni um það. Eftir samdrátt á síðasta ári og stöðnun á fyrri hluta þessa árs telja greinendur að hagvöxtur gæti tekið að glæðast á nýjan leik. Neysla heimilanna sé að aukast, innflutningskúfurinn sé að mestu að baki og það sé útlit fyrir að mikil fjárfesting muni skila sér í auknum útflutningstekjum. Innlend eftirspurn með einkaneyslu í fararbroddi sé atkvæðameiri en áður hafi verið reiknað með og þó svo að verulegur innflutningur í tengslum við gagnaver og uppbyggingu landeldis eigi stóran þátt í neikvæðu framlagi utanríkisverslunar í ár hafi útflutningshorfur síst batnað. Það sé mikil óvissa í kringum ferðaþjónustu, sérstaklega með gjaldþroti Play og það geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi. Á sama tíma leiti sjávarútvegur að loðnu og glími við lækkun aflamarks þorsks. Hægir á íbúðabyggingu en reikna með aukinni fólksfjölgun Í skýrslunni segir að sumarið í ár hafi slegið öll aðsóknarmet til landsins og á hótel og að neysla hvers ferðamanns sé að aukast. Á sama tíma segir að ef ekki væri fyrir verulegar fjárfestingar í gagnaverum og landeldi hefði hefðbundin atvinnuvegafjárfesting dregist saman síðastliðna fjórðunga. Báðar atvinnugreinar muni lita atvinnuvegafjárfestingu á komandi árum, þó vægi landeldis fari vaxandi eftir því sem líður á spátímann. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að það hægi lítillega á íbúðauppbyggingu. Byggingaframkvæmdum hafi farið fjölgandi þó svo það gangi hægt að selja nýjar íbúðir og því gerir bankinn ráð fyrir að íbúðauppbygging haldist mikil í sögulegu samhengi, þrátt fyrir 11 prósenta samdrátt fullgerðra íbúða í ár og 8 prósent á næsta ári. Á sama tíma muni íbúðafjárfesting dragast minna saman, eða 5,4 prósent í ár og 1,7 prósent á næsta ári, sem skýrist að einhverju leyti af tilfærslum verkefna milli matstiga. Þá segir í skýrslunni að það sem af er ári hafi hægt verulega á fólksfjölgun og þau reikni með aukinni fólksfjölgun frá og með næsta ári eigi þau von á að íbúðum eigi eftir að fjölga hlutfallslega meira en íbúum á þessu ári og því næsta. Í skýrslunni er einnig fjallað um launahækkanir og að vinnumarkaðurinn muni kólna með vetrinum. Atvinnuleysi sé núna 3,4 prósent, miðað við 3,2 prósent fyrir ári, en verði um 4,3 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að einkaneysla haldi áfram að aukast, vanskil séu lítil og heimilin hæfilega bjartsýn. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér.
Arion banki Fjármál heimilisins Verðlag Gjaldþrot Play Öryggis- og varnarmál Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Húsnæðismál Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Sjá meira