Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 30. september 2025 07:00 Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun