Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2025 19:53 Íris Ósk segir börnin oft tala í marga daga um það ef þau fá að fara í afmæli heima hjá einhverjum, þar sem farið er í klassíska afmælisleiki. Vísir/Ívar Fannar Barnaafmæli gætu kostað mörg hundruð þúsund ef venjulegir foreldrar ætluðu að apa eftir áhrifavöldum. Tómstundafræðingur segir börnin ekki endilega vilja það sem foreldrum þyki flottast - eftirminnilegastar séu veislur með pakka- eða stórfiskaleik. Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira