Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar 26. september 2025 13:00 Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar