Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 08:32 Helena Sverrisdóttir gerir sér fulla grein fyrir því að körfubolti er skemmtilegri þegar bestu dómararnir fá að dæma. vísir/Sigurjón Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, opnaði umræðuna með ítarlegu viðtali við Vísi í vikunni þar sem hann útskýrði hvers vegna hann hefði nú lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Davíð segir samskiptaörðugleika við dómaranefnd KKÍ hafa valdið því að hann hætti að fá leiki til að dæma en það hafi gerst í kjölfar þess að hann skipulagði námskeið fyrir dómara, án þess að hafa KKÍ eða dómaranefnd með í ráðum. Því hafi ekki verið vel tekið. Davíð sagði fleiri dómara hafa hrökklast úr starfi vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ og það staðfesti Jón Guðmundsson í viðtali við Vísi á þriðjudag. Jón kvaðst sjálfur hafa neyðst til að hætta vegna ósættis við dómaranefnd KKÍ. Jón Bender er formaður dómaranefndar KKÍ en hann hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Í samtali við Vísi í gær bar hann því við að um starfsmannamál væri að ræða og að hann hygðist ekki ræða þau opinberlega. Svipaða sögu er að segja af skrifstofu KKÍ þar sem framkvæmdastjórinn Hannes S. Jónsson hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til. Mikillar óánægju hefur gætt í körfuboltasamfélaginu vegna alls þessa enda góðir dómarar ekki á hverju strái. Á meðal þeirra sem furða sig á stöðunni er ein fremsta körfuboltakona Íslands frá upphafi, og mögulega sú fremsta, Helena Sverrisdóttir. „Hvaða rugl er í gangi?“ spyr Helena á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar í frétt Vísis um að formaður dómaranefndar ætli ekkert að tjá sig. „Geri mér fulla grein fyrir því að það séu tvær hliðar á öllum málum - en ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast? Einn besti dómarinn okkar (ekki eru þeir nú fjölmennir) og honum bolað út fyrir að vilja að gera dómarana betri?! Ég skil þetta ekki alveg og finnst skrýtið að þeir ætli ekkert að reyna að útskýra sín mál,“ sagði Helena og fær góðar undirtektir. Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, opnaði umræðuna með ítarlegu viðtali við Vísi í vikunni þar sem hann útskýrði hvers vegna hann hefði nú lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Davíð segir samskiptaörðugleika við dómaranefnd KKÍ hafa valdið því að hann hætti að fá leiki til að dæma en það hafi gerst í kjölfar þess að hann skipulagði námskeið fyrir dómara, án þess að hafa KKÍ eða dómaranefnd með í ráðum. Því hafi ekki verið vel tekið. Davíð sagði fleiri dómara hafa hrökklast úr starfi vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ og það staðfesti Jón Guðmundsson í viðtali við Vísi á þriðjudag. Jón kvaðst sjálfur hafa neyðst til að hætta vegna ósættis við dómaranefnd KKÍ. Jón Bender er formaður dómaranefndar KKÍ en hann hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Í samtali við Vísi í gær bar hann því við að um starfsmannamál væri að ræða og að hann hygðist ekki ræða þau opinberlega. Svipaða sögu er að segja af skrifstofu KKÍ þar sem framkvæmdastjórinn Hannes S. Jónsson hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til. Mikillar óánægju hefur gætt í körfuboltasamfélaginu vegna alls þessa enda góðir dómarar ekki á hverju strái. Á meðal þeirra sem furða sig á stöðunni er ein fremsta körfuboltakona Íslands frá upphafi, og mögulega sú fremsta, Helena Sverrisdóttir. „Hvaða rugl er í gangi?“ spyr Helena á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar í frétt Vísis um að formaður dómaranefndar ætli ekkert að tjá sig. „Geri mér fulla grein fyrir því að það séu tvær hliðar á öllum málum - en ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast? Einn besti dómarinn okkar (ekki eru þeir nú fjölmennir) og honum bolað út fyrir að vilja að gera dómarana betri?! Ég skil þetta ekki alveg og finnst skrýtið að þeir ætli ekkert að reyna að útskýra sín mál,“ sagði Helena og fær góðar undirtektir.
Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira