SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 20:46 Einar Bárðarson segir engar líkur á því að SVEIT greiði dagsektir. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. „Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála er SVEIT mikil vonbrigði. Í honum felst að Samkeppniseftirlitið getur haldið áfram rannsókn málsins,“ segir Einar í yfirlýsingu vegna málsins til fréttastofu. Hann segir það þvert á væntingar SVEIT. „Frá upphafi hefur SVEIT tekið skýrt fram að samtökin hafi ekkert að fela og muni afhenda öll gögn, ef niðurstaða áfrýjunarnefndar yrði á þennan veg. Gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar og verður komið til Samkeppniseftirlitsins vel fyrir 6. október næstkomandi. Engar líkur eru því á að SVEIT muni greiða dagsektir,“ segir hann enn fremur. SVEIT heldur á morgun haustfund sinn þar sem Einar segir að farið verði yfir málið með félögum. Aðalumræðuefnið verði þó starfsemi heilbrigðiseftirlits um land allt og fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð með eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Greint var frá því fyrr í dag að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skyldu leggjast á SVEIT ef félagið afhenti Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Frá þessu var greint í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Það var þann 11. júní sem Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun um að leggja dagsektir á SVEIT vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Samtökin höfðu haldið því fram að málið ætti ekki heima á borði eftirlitsins. Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. Kjaramál Stéttarfélög Samkeppnismál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála er SVEIT mikil vonbrigði. Í honum felst að Samkeppniseftirlitið getur haldið áfram rannsókn málsins,“ segir Einar í yfirlýsingu vegna málsins til fréttastofu. Hann segir það þvert á væntingar SVEIT. „Frá upphafi hefur SVEIT tekið skýrt fram að samtökin hafi ekkert að fela og muni afhenda öll gögn, ef niðurstaða áfrýjunarnefndar yrði á þennan veg. Gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar og verður komið til Samkeppniseftirlitsins vel fyrir 6. október næstkomandi. Engar líkur eru því á að SVEIT muni greiða dagsektir,“ segir hann enn fremur. SVEIT heldur á morgun haustfund sinn þar sem Einar segir að farið verði yfir málið með félögum. Aðalumræðuefnið verði þó starfsemi heilbrigðiseftirlits um land allt og fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð með eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Greint var frá því fyrr í dag að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skyldu leggjast á SVEIT ef félagið afhenti Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Frá þessu var greint í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Það var þann 11. júní sem Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun um að leggja dagsektir á SVEIT vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Samtökin höfðu haldið því fram að málið ætti ekki heima á borði eftirlitsins. Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum.
Kjaramál Stéttarfélög Samkeppnismál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira