Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2025 09:43 Eyjólfur Ármannssson innviðaráðherra hefur birt drög að ítarlegu frumvarpi í samráðsgátt. Vísir/Anton Innviðaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitastjórnarlögum. Meðal tillaga er lögfesting á 250 íbúa lágmarki sveitarfélaga og er stefnt að sameiningu fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átta sveitarfélög eru undir lágmarkinu. Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31