Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar 22. september 2025 07:30 Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar