Fótbolti

Hildur lagði upp annan leikinn í röð

Siggeir Ævarsson skrifar
Hildur ásamt liðsfélögum sínum fyrir leikinn í dag
Hildur ásamt liðsfélögum sínum fyrir leikinn í dag Twitter@MadridCFF

Hildur Antonsdóttir og liðsfélagar hennar í Madrid CFF náðu í dag 1-1 jafntefli gegn nágrönnum sínum í Atlético Madrid en Atlético hafði fyrir leikinn unnið alla þrjá fyrstu leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni.

Hildur lagði upp mark fyrir bakvörðinn Allegra Poljak á 54. en gestirnir voru töluvert sterkara liðið í leiknum í dag og jöfnuðu metin á 82. mínútu. Hildur var farinn af velli skömmu fyrir jöfnunarmarkið.

Um 500 kílómetrum vestar á Íberíuskaganum, í portúgölsku úrvalsdeildinni, voru þær Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir báðar í byrjunarliði Braga sem sótti Valadares Gaia heim en leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×