Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar 19. september 2025 15:32 Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar