Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. september 2025 13:47 Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Sjá meira
Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun